Frumvarp um strandveiðar samþykkt

Afla landað í Hafnarfjarðarhöfn. Mynd úr safni.
Afla landað í Hafnarfjarðarhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða var samþykkt á Alþingi síðdeg­is í dag. Alls féllu 36 at­kvæði með frum­varp­inu en tveir þing­menn greiddu at­kvæði gegn því. Átta þing­menn greiddu ekki at­kvæði.

Eins og 200 míl­ur hafa fjallað um heim­il­ar frum­varpið tólf veiðidaga í hverj­um mánuði frá maí og fram í ág­úst. Þá ljær frum­varpið sjáv­ar­út­vegs­ráðherra heim­ild til að stöðva strand­veiðar, en hingað til hef­ur verið kveðið á um að Fiski­stofa skuli stöðva veiðarn­ar.

Þá var álit nefnd­ar­inn­ar um breyt­ing­ar­til­lögu samþykkt með 36 at­kvæðum gegn tíu, en í því var lagt til að há­marks­afla­magn ufsa á kom­andi strand­veiðatíma­bili yrði 700 tonn.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Lands­sam­band smá­bá­teig­enda hafa verið ósam­mála um ágæti frum­varps­ins.

mbl.is