Aflaheimildir auknar um þúsund tonn

Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár.
Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár. mbl.is/Alfons Finnsson

Strandveiðifrumvarp atvinnuveganefndar Alþingis var samþykkt í gær. Það felur í sér breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með það að markmiði að auka öryggi sjómanna og auka sveigjanleika í kerfinu.

Sjómönnum gefst nú færi á að velja þá 12 daga í mánuði sem róið verður og kom fram við umræður um málið á Alþingi að vonast sé til að þetta dragi úr hvata til þess að róa í viðsjárverðum veðrum.

Þá er meðal annars aukið umtalsvert við heildaraflaheimildir innan strandveiðikerfisins, eða um 1000 tonn, auk þess sem ufsi er ekki talinn með upp að hámarksafla í strandveiðum.

Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að þróa skuli strandveiðikerfið og eru þessar breytingar tilraun í þá veru. Til stendur að taka málið aftur upp í haust og fara yfir árangurinn af breytingunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: