Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna

Sigbjørn Gjelsvik, þingmaður Miðflokksins í Noregi.
Sigbjørn Gjelsvik, þingmaður Miðflokksins í Noregi. Ljósmynd/Norski Miðflokkurinn

„Þetta get­ur eng­an veg­inn gengið svona til lengd­ar. Við þurf­um að byggja upp nýtt sam­starf til framtíðar á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og EFTA sem trygg­ir full­veldi EFTA-ríkj­anna. Víðtæk­ur fríversl­un­ar­samn­ing­ur gæti verið val­kost­ur við EES-samn­ing­inn, þá annað hvort tví­hliða samn­ing­ar eða einn samn­ing­ur á milli EFTA og Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem öll EFTA-rík­in kæmu að borðinu EFTA-meg­in og von­andi líka Bret­land.“

Þetta seg­ir Sig­bjørn Gj­elsvik, þingmaður Miðflokks­ins í Nor­egi, í sam­tali við mbl.is, en hann heim­sótti Ísland á dög­un­um ásamt sam­flokks­manni sín­um Liv Sig­ne Nav­ar­sete og ræddi við ís­lenska þing­menn um stöðu EES-samn­ings­ins sem Ísland á aðild að í gegn­um Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) ásamt Nor­egi og Liechtein­stein. Fjórða EFTA-ríkið, Sviss, á ekki aðild að EES-samn­ingn­um en hef­ur samið tví­hliða við Evr­ópu­sam­bandið.

Gj­elsvik vís­ar til vax­andi þrýst­ings Evr­ópu­sam­bands­ins á að EFTA/​EES-rík­in gang­ist beint und­ir vald stofn­ana sam­bands­ins þvert á tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins sem ger­ir ráð fyr­ir að rík­in séu aðeins und­ir stofn­an­ir rekn­ar af EFTA sett, en hafa þegar látið und­an þess­um þrýst­ingi á ákveðnum sviðum eins og mbl.is hef­ur fjallað um. Meðal ann­ars sé þrýst­ing­ur í þeim efn­um frá Evr­ópu­sam­band­inu þegar komi að orku­mál­um.

ESB ger­ir ráð fyr­ir sæ­streng frá Íslandi

Vax­andi umræða hef­ur verið um það í Nor­egi að sögn Gj­elsvik hvort EES-samn­ing­ur­inn tryggi enn hags­muni Nor­egs með nægj­an­leg­um hætti eða hvort skoða þurfi aðrar leiðir í þeim efn­um. Umræðan hafi færst mjög í auk­ana vegna svo­nefnds þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins en mik­il andstaða hafi verið við samþykkt hans á meðal Norðmanna. Svo hafi þó farið að lok­um að norska þingið hafi samþykkt hann.

Verka­lýðshreyf­ing­in hafi verið and­víg samþykkt þriðja orkupakk­ans og sömu­leiðis meiri­hluti kjós­enda allra stjórn­mála­flokk­anna sam­kvæmt skoðana­könn­un­um. En því miður hafi meiri­hluti þing­manna á norska þing­inu haft það að engu. Gj­elsvik seg­ir að þriðji orkupakk­inn veiti Evr­ópu­sam­band­inu völd yfir mik­il­væg­um hluta norskra orku­mála. Ný orku­stofn­un verði stofnuð í Nor­egi sem taki við fyr­ir­mæl­um frá orku­stofn­un sam­bands­ins (ACER).

Mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins sé að skapa orku­banda­lag með frjálsu flæði orku og sam­ræm­ingu á orku­verði. Fjar­lægja verði hvers kyns hindr­an­ir í þeim efn­um. Sam­bandið hafi sett sam­an lista yfir ákveðin orku­mann­virki sem ACER eigi að sjá um að komið verði á lagg­irn­ar. Þar á meðal sé um­deild­ur sæ­streng­ur á milli Skot­lands og Nor­egs og sæ­streng­ur á milli Íslands og Bret­lands sem nefnd­ur sé Icel­ink í gögn­um sam­bands­ins.

Hafa eng­ar heim­ild­ir til að refsa Íslandi

Til stend­ur að þing­mál um samþykkt þriðja orkupakk­ans verði lögð fram á Alþingi á næstu vik­um en til þess að hann verði tek­inn upp í EES-samn­ing­inn þarf samþykki þess. Gj­elsvik seg­ir að hafni meiri­hluti ís­lenskra þing­manna pakk­an­um, sem þeir hafi heim­ild til sam­kvæmt samn­ingn­um, skapi það svig­rúm til þess að fara bet­ur yfir málið, bæði á Íslandi og í Nor­egi, og semja við Evr­ópu­sam­bandið um milli­ríkja­sam­starf á sviði orku­mála.

„Hins veg­ar verða Íslend­ing­ar að ákveða hvað þeir telja að sé landi þeirra fyr­ir bestu. Neit­un­ar­valdið er lög­mæt­ur hluti EES-samn­ings­ins og aðrir aðilar samn­ings­ins hafa eng­ar laga­leg­ar heim­ild­ir til þess að refsa Íslandi fyr­ir að beita því,“ seg­ir Gj­elsvik. Aðspurður seg­ir hann að hann eigi von á því að umræður um EES-samn­ing­inn eigi aðeins eft­ir að aukast í Nor­egi í fram­hald­inu. Fylgst sé náið þar í landi með fram­vindu mála í þess­um efn­um.

„Við fylgj­umst grannt með út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og þeim nýju tæki­fær­um sem hún mun skapa þegar kem­ur að því að byggja upp nýtt sam­starf utan sam­bands­ins. En einnig til þess að semja um nýj­an og betri samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina