Einungis lítið brot örplasts frá snyrtivörum

Skortur er á upplýsingum um örplast í fráveitum hér á …
Skortur er á upplýsingum um örplast í fráveitum hér á landi og því þörf á að rannsaka málið og kortleggja það. Ljósmynd/Thinkstock

Ein­ung­is 0,1% af því örplasti sem finnst í um­hverf­inu kem­ur frá snyrti­vör­um. Þetta kem­ur fram í svör­um Um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. 0,1% frá snyrti­vör­um. Spurði Silja Dögg hver staðan væri á sam­eig­in­legri áætl­un Norður­land­anna frá maí 2017 um að banna örplast í snyrti­vör­um? 

Í svör­um Um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að ekki hafi verið gerðar rann­sókn­ir á Íslandi á magni örplasts frá snyrti­vör­um í um­hverf­inu. Það megi hins veg­ar reikna má með að magnið sé hlut­falls­lega það sama og á Norður­lönd­um.

„Í Dan­mörku hef­ur verið gerð skýrsla þar sem birt er yf­ir­lit yfir helstu upp­sprett­ur örplasts í um­hverf­inu og skipt­ast þær sem hér seg­ir: Dekk 60%, skófatnaður (sól­ar) 7,3%, skipa­máln­ing 7,1%, vega­máln­ing 5,1% og önn­ur máln­ing 4,2%. Aðrar upp­sprett­ur eru um 17% og þar af koma 0,1% frá snyrti­vör­um. Rann­sókn­ir frá Nor­egi og Svíþjóð sýna svipaðar niður­stöður,“ seg­ir í svar­inu. Það örplast sem berst út í um­hverfið frá snyrti­vör­um sé því ein­ung­is brot af heild­ar­magni örplasts í um­hverf­inu. 

Vilja vekja at­hygli á örplast­meng­un

Norður­lönd­in, þar með talið Ísland, hafi hins veg­ar líkt og mörg önn­ur ríki lýst því yfir í tengsl­um við hafráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna 2017 að þau stefni að því að banna örplast í snyrti­vör­um þar sem það sé meðal meng­un­ar­efna sem geta haft nei­kvæð áhrif á líf­ríki hafs­ins. „Með vilja­yf­ir­lýs­ingu sinni vildu ráðherr­ar vekja at­hygli á örplast­meng­un frá þess­um vör­um sem lang­flest fólk not­ar oft á degi hverj­um.“ 

Þá hafi Cos­metic Europe, sam­tök rúm­lega 4.000 fyr­ir­tækja og fé­laga sem fram­leiða snyrti- og hrein­lætis­vör­ur,  mælst til þess við aðild­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki að þau hætti notk­un örplasts í snyrti­vör­um í síðasta lagi árið 2020 ef önn­ur efni eru fá­an­leg. 

Skort­ir upp­lýs­ing­ar um örplast í frá­veit­um

Silja Dögg spurði einnig hvort ein­hverj­ar áætlan­ir væru um að koma fyr­ir örplast­sí­um í skolp­hreins­istöðvum hér­lend­is og hvort að kostnaðarmat hefði farið fram þar að lút­andi? 

Sagði í svör­um ráðuneyt­is­ins að ekki hafi verið gerðar áætlan­ir um hreins­un örplasts úr skolpi á Íslandi. Áður en til slíks kæmi þyrftu að liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um magn og upp­runa örplasts á land­inu og leiðir þess til sjáv­ar. Verið sé að vinna slíka út­tekt í Um­hverf­is­ráðuneyt­inu.

Ljóst sé að skort­ur sé á upp­lýs­ing­um um örplast í frá­veit­um hér á landi og því þörf á að rann­saka málið og kort­leggja það. Ísland hafi engu að síður tekið þátt í nor­rænu sam­starfs­verk­efni með Svíþjóð og Finn­landi, þar sem öragn­ir í frá­veitu öragn­ir í frá­veitu í Kletta­görðum og Hafnar­f­irði hafi verið skoðaðar. „Helstu niður­stöður voru að gróf síun á skolpi fæli í sér tak­markaða hreins­un á örögn­um og að eng­inn mun­ur væri á fjölda öragna í inn- og út­flæði í ís­lensk­um sýn­um,“ sagði í svari Um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins.

Í minn­is­blaði sem Reykja­vík­ur­borg hafi látið taka sam­an 2016 um örplast í skolpi á höfuðborg­ar­svæðinu hafi þó komið fram að við nú­ver­andi aðstæður hreinsi frá­veitu­kerfi höfuðborg­ar­svæðis­ins lítið sem ekk­ert af örplasti úr skolpi. Full­komn­ar hreins­istöðvar myndu hins veg­ar ná að hreinsa úr skolpi lang­stærst­an hluta þess örplasts sem þangað berst. Í dag séu einkum tvær aðferðir notaðar til að hreinsa örplast úr skolpi, en það eru sett­jarn­ir eða síu­kerfi.  

mbl.is