Gert að taka upp „skrítna“ löggjöf

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Farið hef­ur verið rangt með ým­is­legt varðandi tengsl Íslands við Evr­ópu­sam­bandið í umræðunni í Bretlandi um út­göngu Breta úr sam­band­inu. Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

Þannig bend­ir Guðlaug­ur Þór á að þrátt fyr­ir aðild sína að EES-samn­ingn­um geti Ísland samið um fríversl­un við ríki um all­an heim sem fari yf­ir­leitt í gegn­um Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA). Fyr­ir vikið veitti aðild­in meira svig­rúm en haldið hafi verið fram í umræðunni í Bretlandi. Ísland hafi til dæm­is verið fyrst Evr­ópu­ríkja til að semja um fríversl­un við Kína.

Guðlaug­ur seg­ir til að mynda rangt að Ísland taki aðeins við lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu og hafi tekið upp meiri­hluta reglu­verks sam­bands­ins. „Það er ekki rétt að við tök­um upp 80-90% af reglu­verk­inu, við höf­um tekið upp 13,4% frá 1994.“ EES-samn­ing­ur­inn hafi reynst Íslandi vel. Hann vilji þó ekki hafa áhrif á umræðuna í Bretlandi held­ur aðeins að benda á ákveðnar rang­færsl­ur.

Hins veg­ar er haft eft­ir Guðlaugi í frétt­inni að EES-samn­ing­ur­inn hafi ekki átt sér nógu marga mál­svara sem hafi haft áhrif á vin­sæld­ir hans. Enn­frem­ur seg­ir að Guðlaug­ur viður­kenni sömu­leiðis að Ísland sé í vax­andi mæli að taka upp ýmsa „skrítna“ lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu sem henti ekki ís­lensk­um hags­mun­um.

Þá seg­ir að umræða fari fram á Íslandi um kosti og galla aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um. Ráðherr­ar hafi meðal ann­ars kvartað yfir því að aðild­in veitti ekki nægj­an­legt svig­rúm til þess að taka mið af ís­lensk­um aðstæðum. Til dæm­is í mat­væla- og orku­mál­um.

Þar er vísað í ný­legt viðtal blaðsins við Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra þar sem hann sagði meðal ann­ars að Evr­ópu­sam­bandið liti á sjálf­stæði Íslands sem vesen. Áhersla sam­bands­ins á frek­ari samruna gerði Íslend­ing­um sí­fellt erfiðara með að verja brýna þjóðar­hags­muni á vett­vangi EES-sam­starfs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina