Finna fyrir gerjun í sjávarútvegi

Sjávarútvegssýningin í Brussel er sú stærsta í heimi og laðar …
Sjávarútvegssýningin í Brussel er sú stærsta í heimi og laðar að gesti hvaðanæva úr heiminum. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja tók þátt að þessu sinni. Ljósmynd/Íslandsstofa

„Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­in í Brus­sel er eins og rétt­ir áður fyrr. Menn koma sam­an og spjalla. Það er stór hluti af þessu,“ seg­ir Kristján Hall­v­arðsson, sölu­stjóri Völku.

Stærsta sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing í heimi fór fram í Brus­sel, dag­ana 24.-26. apríl. Hátt á fjórða tug ís­lenskra fyr­ir­tækja var með bása á sýn­ing­unni.

Sýn­ing­in er tví­skipt, ann­ars veg­ar fyr­ir sjáv­ar­af­urðir og hins veg­ar tækn­i­sýn­ing með áherslu á vél­ar og tæki. Á þjóðarbás­un­um voru 26 fyr­ir­tæki með aðstöðu og eru þetta að miklu leyti sömu fyr­ir­tæk­in ár frá ári. Mar­el, HB Grandi, Ice­land Sea­food, Sæplast og Sam­herji voru með eig­in bása á sýn­ing­unni.

Jón Birg­ir Gunn­ars­son, sölu- og markaðsstjóri Skag­ans 3x, seg­ir að sýn­ing­in í ár hafi verið feiki­lega flott. „Það er kraft­ur og gleði í sjáv­ar­út­vegi. Sama hvar maður drep­ur niður fæti eru all­ir á því að það sé að eiga sér stað gerj­un. Við feng­um mikla at­hygli frá lyk­ilviðskipta­vin­um um all­an heim og erum að upp­lifa það að við erum að kom­ast á kortið. Stóru aðilarn­ir eru að koma til okk­ur, ekki bara við að fara til þeirra,“ seg­ir hann.

Skaginn 3X bauð gestum í bás fyrirtækisins í þrívíddarheim þar …
Skag­inn 3X bauð gest­um í bás fyr­ir­tæk­is­ins í þrívídd­ar­heim þar sem hægt var að virða fyr­ir sér nýja upp­sjáv­ar­vinnslu fær­eysku út­gerðar­inn­ar Varðin Pelagic. Ljós­mynd/​Skag­inn 3X

Að hans sögn hef­ur verið góð stíg­andi í sölu­ábend­ing­um hjá fyr­ir­tæk­inu. „Það komu stjórn­end­ur norskra fyr­ir­tækja til okk­ar og sögðu hrein­lega að Íslend­ing­ar væru greini­lega betri í vöruþróun og tækni, og því þyrftu þeir að horfa meira til Íslands en Nor­egs í leit að tækni. Það var gam­an að heyra þetta,“ seg­ir Jón Birg­ir. 

Bylgja fjár­fest­inga

Spurður hvers vegna geir­inn sé í gerj­un um þess­ar mund­ir seg­ir hann erfitt að segja. Það komi í bylgj­um. „Það safn­ast upp fjár­fest­ing­arþörf, síðan kem­ur bylgja af fjár­fest­ing­um og við erum í slíkri bylgju núna.“

Að hans sögn er þessi þróun ekki bund­in við Ísland, þótt hún sé sér­stak­lega áber­andi hér varðandi fjár­fest­ing­ar í skip­um. „Við erum að njóta ávaxt­anna af mik­illi vöruþróun í tölu­verðan tíma. Und­an­far­in eitt, tvö ár höf­um við lagt kapp á sölu- og markaðsmál og það er að skila sér.“

Að sjálfsögðu voru Íslendingarnir stoltir af landsliðinu okkar í knattspyrnu …
Að sjálf­sögðu voru Íslend­ing­arn­ir stolt­ir af landsliðinu okk­ar í knatt­spyrnu sem er að fara keppa á heims­meist­ara­mót­inu í Rússlandi í júní í sum­ar. Ljós­mynd/​Skag­inn 3X

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

mbl.is