Mengandi stóriðja tilheyri sagnfræði

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, hóf árs­fund Um­hverf­is­stofn­unn­ar á ávarpi en fund­ur­inn fer fram á Grand hót­eli. Yf­ir­skrift fund­ar­ins er: Hvernig verður stefna að veru­leika? - raun­hæf­ar leiðir til ár­ang­urs.

„Góðan dag­inn á þess­um „sum­ar­degi,““ sagði ráðherra glott­andi þegar hann steig upp í pontu og gerði gæsalapp­ir með putt­un­um til að und­ir­strika hæðnina á meðan blind­byl­ur geng­ur yfir höfuðborg­ar­svæðið.

Ráðherra sagði að starf­semi Um­hverf­is­stofn­un­ar væri um­fangs­mik­il og gríðarlega mik­il­væg. Hann hefði komið þangað í heim­sókn fyr­ir skömmu, til að kynna sér starf­sem­ina bet­ur, og það var að hans sögn áhuga­verð og góð heim­sókn.

Lær­um af United Silicon

Guðmund­ur benti á að mik­il­vægt væri að læra af hlut­un­um og tók þar kís­il­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík sem dæmi. „Það þarf að vanda all­ar ákv­arðanir, eft­ir­lit og eft­ir­virkni. Ég vona að tími megn­andi stóriðju á Íslandi til­heyri brátt sagn­fræðinni,“ sagði Guðmund­ur.

Hann sagði fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­irn­ar til næstu fimm ára end­ur­spegla áhersl­ur stjórn­arsátta­mál­ans og sagðist sjálf­ur hafa beitt sér fyr­ir því að fá fjár­muni sem nota eigi í lang­tíma­stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um. „Slík stefnu­mót­un snýst í grunn­inn um að breyta hug­ar­fari og neyslu­mynstri okk­ar allra.“

Guðmund­ur talaði um að stefnt væri að hringrás­ar­hag­kerfi en það skipti miklu máli að sem minnst­ur úr­gang­ur mynd­ist. „Hag­kerfið dreg­ur úr of­neyslu og við för­um að líta á úr­gang sem auðlind,“ sagði ráðherra.

Plast, plast, plast. Óþarfa notk­un plasts heyri sög­unn­ar til fljót­lega og plast er ein af áskor­un framtíðar­inn­ar,“ sagði Guðmund­ur og bætti við að hann muni bráðlega skipa sam­ráðsvett­vang um aðgerðaáætl­un um plast­meng­un, hvernig megi draga úr henni og minnka plast­meng­un í hafi.

Nátt­úru­vernd mun skipa stór­an sess

„Nátt­úru­vernd mun skipa stór­an sess á kjör­tíma­bil­inu. Ráðist verði í átak í friðlýs­ing­um og þjóðgarður skipaður á miðhá­lendi Íslands. Þjóðgarðar skila ekki bara tekj­um í þjóðarbúið, held­ur líka til hinna dreifðu byggða.

Guðmund­ur ræddi einnig stutt­lega lok­an­ir svæða en til að mynda var svæði meðfram Fjaðrár­gljúfri lokað í vor. Hann sagði að í fjár­mála­áætl­un kæmi fram að fram­lög til nátt­úru­vernd­ar yrðu auk­in um sjö millj­arða á næstu fimm ára. Hluti af því væri í heils­ársland­vörslu en eft­ir því hafi lengi verið kallað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina