Á tímabilinu september til desember 2017 var tæplega 81% af veiðigjaldsgreiðslum frá fyrirtækjum utan höfuðborgarsvæðisins.
Veiðigjaldið hækkaði mikið í upphafi fiskveiðiársins 2017 til 2018 og bitnaði sú hækkun hvað mest á landsbyggðinni. Í norðvesturkjördæmi hækkuðu veiðigjöld um rúm 142% en sú hækkun var rúmlega helmingi minni í Reykjavík, eða 67%.
Kemur þetta fram í grein sem Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, birtir í Morgunblaðinu í dag.