Mikilvæg völd tekin út fyrir sviga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjár­málaráðherr­ar þeirra þriggja aðild­ar­ríkja Fríversl­un­ar­sam­taka Evr­ópu (EFTA) sem aðild eiga að EES-samn­ingn­um, Nor­egs, Íslands og Liechten­stein, hafa mót­mælt áform­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að gera breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi ákv­arðana­töku á vett­vangi yfirþjóðlegs fjár­mála­eft­ir­lits sam­bands­ins sem rík­in hafa geng­ist und­ir.

Vísað er í bréf þessa efn­is frá ráðherr­un­um á norska frétta­vefn­um Abcnyheter.no þar sem óskað sé eft­ir því að fallið verði frá áform­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að færa mik­il­vægt ákv­arðana­vald frá eft­ir­lits­stjórn fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem EFTA/​EES-rík­in eiga aðkomu að án at­kvæðarétt­ar, til nýrr­ar fram­kvæmda­stjórn­ar eft­ir­lits­ins sem rík­in eigi enga aðkomu að.

Minnt er á það í bréf­inu að fund­in hafi verið lausn á aðild EFTA/​EES-ríkj­anna að fjár­mála­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins á sín­um tíma byggð á tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins eft­ir flókn­ar viðræður. Kallað er eft­ir því að áfram verði byggt á þeirri lausn sem fund­in hafi verið og gert áfram ráð fyr­ir aðkomu EFTA/​EES-ríkj­anna að eft­ir­lit­inu.

Evr­ópu­sam­bandið fór upp­haf­lega fram á að EFTA/​EES-rík­in færu beint und­ir fjár­mála­eft­ir­lit sam­bands­ins en samið var um að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) sæi um eft­ir­litið gagn­vart ríkj­un­um þrem­ur. Eins og seg­ir í bréf­inu tek­ur ESA bind­andi ákv­arðanir gagn­vart EFTA/​EES-ríkj­un­um en á grund­velli draga sem stofn­un­in fær frá fjár­mála­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þegar aðild Íslands að fjár­mála­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins var samþykkt á Alþingi haustið 2016 lá meðal ann­ars fyr­ir álit laga­pró­fess­or­anna Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Bjarg­ar Thor­ar­en­sen um að ákv­arðanir gagn­vart EFTA/​EES-ríkj­un­um yrðu í raun tekn­ar af fjár­mála­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins en síðan tekn­ar til af­greiðslu hjá ESA.

Fram kem­ur enn­frem­ur í bréfi ráðherr­anna að erfitt sé að sjá hvernig hægt verði að viðhalda jafn­vægi á milli EFTA- og ESB-stoðar­inn­ar nema EFTA/​EES-rík­in hafi aðkomu að fyr­ir­hugaðri fram­kvæmda­stjórn fjár­mála­eft­ir­lits sam­bands­ins. Einnig er kallað eft­ir því að út­víkk­un á beinu eft­ir­liti fjár­mála­eft­ir­lits­ins verði ekki um­fram það sem inn­lend­ar stofn­an­ir geti sinnt.

Þá er sömu­leiðis áréttað í bréf­inu að þegar hafi verið komið á kerfi miðlægs eft­ir­lits og ákv­arðana­töku inn­an tveggja stoða kerf­is­ins. Fyr­ir­ætlan­ir um frek­ara framsal vald­heim­ilda frá EFTA/​EES-ríkj­un­um til ESA á sviði fjár­mála­eft­ir­lits kunni að leiða til flók­inna stjórn­skipu­legra og stjórn­mála­legra vanda­mála sem erfitt gæti reynst að finna lausn­ir á.

mbl.is