Selur Brimnes RE til Rússlands

Brimnes í höfn.
Brimnes í höfn. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Útgerðarfélagið Brim hf. hefur selt frystitogarann Brimnes RE til rússneskra aðila. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, staðfestir í Morgunblaðinu í dag, að búið sé að samþykkja kauptilboð í skipið og að 40 manna áhöfn missi vinnuna vegna sölunnar.

Stefnt er að því að finna önnur störf innan fyrirtækisins fyrir starfsfólkið. Guðmundur segir að kaupverðið sé trúnaðarmál. „Við fengum gott tilboð,“ segir hann.

Varðandi ástæður sölunnar segir Guðmundur að engin launung sé á því að mun hagkvæmara sé að vinna fiskinn í landi en á frystitogara, enda hafi frystiskipum fækkað gríðarlega á síðustu 4-5 árum. Allt sé að færast yfir í landvinnslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: