Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Evrópuríki geti ekki lengur treyst á að Bandaríkin tryggi öryggi þeirra. Ummælin lét hún falla í ljós ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í fyrradag um að rifta kjarnorkusamningi við Íran.
Ólgu vegna ákvörðunarinnar er strax farið að gæta, til að mynda með árásum Ísraelshers og íranskra hersveita á bækistöðvar hvorra annarra í Sýrlandi.
„Það er ekki lengur svo einfalt að Bandaríkin geti verndað okkur. Evrópuríki verða að taka örlögin í sínar eigin hendur. Það er verkefni framtíðarinnar,“ sagði Merkel á blaðamannafundi í morgun.