Blindi lundinn Mundi allur

Mundi var sannkölluð samfélagsmiðlastjarna og átti fjölmarga aðdáendur víða um …
Mundi var sannkölluð samfélagsmiðlastjarna og átti fjölmarga aðdáendur víða um heim. Facebook-síða Munda lunda

Blindi lund­inn Mundi, sem varð heimsþekkt­ur eft­ir að hafa fund­ist slasaður í Reykja­vík fyr­ir ári og komið í fóst­ur í Mos­fells­bæ, er dauður. Mundi átti sér marga aðdá­end­ur á sam­fé­lags­miðlum og var til­kynnt um skyndi­legt frá­fall hans á In­sta­gram í morg­un.

„Það er með sorg í hjarta sem ég verð að til­kynna að Mundi lundi er fall­inn frá,“ stend­ur í færsl­unni. Mundi fannst slasaður í veg­kanti í Reykja­vík í apríl í fyrra. Dýra­vin­ur­inn Ásrún Magnús­dótt­ir tók fugl­inn að sér og hef­ur sagt skemmti­leg­ar sög­ur af hon­um í máli á mynd­um á sam­fé­lags­miðlum all­ar göt­ur síðan. Mundi hafði það gott hjá Ásrúnu. En í færsl­unni í morg­un seg­ir að í upp­hafi vik­unn­ar hafi hann misst mat­ar­lyst­ina. „Þetta gerðist svo skyndi­lega að ég held að ég sé enn í áfalli,“ stend­ur í færsl­unni. „Á miðviku­dag versnaði hon­um, hélt engu niðri, svaf mikið og áður en dag­ur­inn var úti þá var hann all­ur.“

Í færsl­unni stend­ur að hægt sé að hugga sig við það að Mundi hafi lifað ári leng­ur en horf­ur voru á eft­ir að hann slasaðist fyr­ir um ári. „Ég held að hann hafi átt dá­sam­legt ár með okk­ur.“

Svo seg­ir: „Að hafa Munda var sann­kallað æv­in­týri fyr­ir mig og í gegn­um hann þá kynnt­ist ég svo mörgu frá­bæru fólki sem ég nú lít á sem vini mína.“

Dear friends, - My heart is aching as I type this, and I grieve having to announce that Mundi the puff­in has passed away. - It happ­ened so sudd­en­ly which is why I gu­ess I am still in bit of a shock. At the beg­inn­ing of the week he started to lose his app­e­tite - which wasn’t highly un­usual, th­ere came times wh­ere he was a very finicky ea­ter. But I gu­ess this was dif­f­erent. On Wed­nes­day he took a turn for the wor­se; didn’t keep anything down, slept a lot and by the end of the day he just slipp­ed away. - In a way it is a bless­ing that it all happ­ened so fast. That way he didn’t su­ffer, though I miss him terri­bly and wish that th­ere was somet­hing more I could have done for him. But I did all that I could and someti­mes that just isn’t enough: The end comes for all of us, and it is highly proba­ble that he was an elder­ly fella. We were never able to con­firm his age. - We can rejoice in the fact that that Mundi survi­ved a year lon­ger than he would have if he hadn’t been taken in. He was nur­sed back to health af­ter a bad accident and even though he was una­ble to ret­urn to the wild I like to think he had a wond­erf­ul year with us. - He was the only puff­in in the world to swim in a hot tub, to go to a sum­mer ca­bin and take car ri­des, which he seemed to enjoy. He was more than a simple sea­bird, he was more than a pet. He was a friend, a comp­ani­on and an inspirati­on to so many. - I can har­dly believe how many followers he gained over the past year and it warms my heart know­ing how many smi­les he must have made and how many days he brightened. I also think that he was proba­bly the most photograp­hed puff­in in the world and my pho­ne is chock full with ima­ges of him. I plan to keep his accounts acti­ve, in his memory. - Having Mundi was a real advent­ure for me and through him I got to know so many great people who I now consi­der friends. - Thank you for everything Mundi! - Now fly free little buddy, fly and dive and swim and do all the puff­in things in the great beyond. - You will be mis­sed ❤️❤️❤️

A post shared by Mundi The Puff­in (@mund­i_t­he_blind_puff­in) on May 11, 2018 at 4:13am PDT

Face­book-síða Munda lunda

Fjallað var m.a. um Munda á dýra­vefsíðunni The Dodo.

mbl.is