Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forsætisráðuneytinu í dag.
Efni fundarins var staða undirbúnings við borgarlínuverkefnið.
Borgarstjóri kynnti hana fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
„Þau ræddu mikilvægi þess að góð samstaða tækist um framhaldið þannig að hefja megi formlegar viðræður ríkisins og Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fjármögnun borgarlínu og annarra framkvæmda á næstu árum,“ segir í tilkynningunni.