Íslenskt ál hluti af lausn í loftslagsmálum

Ál er um 35-40% af íslenskum útflutningi. Mynd úr safni.
Ál er um 35-40% af íslenskum útflutningi. Mynd úr safni. AFP

Íslenskt ál er hluti af lausn­inni í lofts­lags­mál­um og ís­lensk­ur áliðnaður er í fremstu röð í heim­in­um hvað um­hverf­is­mál varðar. Þetta sagði Ragn­ar Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Sa­máls, á árs­fundi sam­tak­anna í Hörpu í morg­un. Hann gagn­rýndi jafn­framt að litl­ar breyt­ing­ar væru sjá­an­leg­ar á raf­orku­markaði.

Sagði Ragn­ar út­flutn­ings­verðmæti ís­lenskra ál­fyr­ir­tækna hafa numið um 207 millj­örðum króna árið 2017 og hafi hækkaði nokkuð frá fyrra ári í krón­um talið þrátt fyr­ir geng­is­lækk­un doll­ars gagn­vart krónu. Heild­ar­út­flutn­ing­ur lands­ins til sam­an­b­urðar hafi numið rúm­lega 500 millj­örðum króna. Álið sé  ca. 35-40% af ís­lensk­um út­flutn­ingi sem sé svipað og fiskút­flutn­ing­ur. „Áliðnaður­inn hef­ur því fest sig í sessi sem ein af grunnstoðum ís­lensks efna­hags­lífs,“ sagði Ragn­ar og kvað ál­verð hafa farið hækk­andi und­an­far­in miss­eri og eft­ir­spurn eft­ir áli á heimsvísu hafi farið vax­andi um þrjár millj­ón­ir tonna á ári. „Vax­andi notk­un kall­ar þannig á tíu ný ál­ver eins og á Grund­ar­tanga á hverju ári,“ sagði hann.

Full ástæða væri hins veg­ar til að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála og leita lausna til að sporna við þró­un­inni. „Við sáum það greini­lega á liðnu ári að stóriðja og stóriðja er ekki sami hlut­ur­inn,“ sagði Ragn­ar og vísaði þar til vand­kvæðanna hjá kís­il­veri United Silicon og kvað var­huga­vert að steypa öll­um und­ir sama hatt. Álfyr­ir­tæk­in vilji hins veg­ar og ætli sér að gera bet­ur.  

Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls.
Ragn­ar Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Sa­máls.

Myndi spara 550 millj­ón tonna kol­efnisígilda

Álið sé líka hluti á lausn­inni í lofts­lags­mál­um. „Ál er notað til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með því t.d. að létta bif­reiðar og flug­vél­ar. Það er notað í bygg­ing­ar til að draga úr orku­kostnaði við kæl­ingu, það er notað í inn­kaup­um mat­væla til að draga úr mat­ar­sóun og margt fleira,“ sagði Ragn­ar og bætti við að ekki sé hins veg­ar sama með hvað hætti álið sé fram­leitt.

„Los­un kolt­vís­ír­ings veld­ur hnatt­ræn­um áhrif­um og því skipt­ir máli, hve mik­il los­un­in er en það skipt­ir ekki máli hvar los­un­in fer fram. Álfram­leiðsla veld­ur los­un, en hvergi er hún minni en hér, vegna þess að hér höf­um við end­ur­nýj­an­lega orku.“ Það valdi því að ál­fyr­ir­tæki Íslend­inga séu fremst í flokki. „Ef allt ál í heim­in­um væri fram­leitt með sama hætti og á Íslandi myndu spar­ast 550 millj­ón tonna kol­efnisígilda á ári,“ sagði Ragn­ar og nefndi til sam­an­b­urðar að heild­ar­los­un Íslands nemi 4,5 millj­ón­um tonna.

„Íslenskt ál er hluti af lausn­inni í lofts­lags­mál­um og ís­lensk­ur áliðnaður er í fremstu röð í heim­in­um hvað um­hverf­is­mál varðar.“

Fjarðarál í Reyðarfirði. Mynd úr safni.
Fjarðarál í Reyðarf­irði. Mynd úr safni. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Eng­ir virkj­ana­kost­ir í boði fyr­ir nýja aðila á markaðinum 

Raf­orku­mál lands­ins séu hins veg­ar kom­in að ákveðnum tíma­mót­um og nú þurfi að fara að móta framtíðina og for­gangsraða, enda geri sam­fé­lagið orðið mun meiri kröf­ur til raf­orku­fram­leiðslu, flutn­ings og dreif­ing­ar. „Við mót­un raf­orku­stefnu gefst tæki­færi til að fara yfir mál­in frá öll­um hliðum og við sem not­um 70% af fram­leiddri raf­orku á Íslandi erum svo sann­ar­lega til­bú­in í þessa umræðu.“

Eng­ir virkj­ana­kost­ir séu þó í boði fyr­ir nýja aðila á markaðnum næstu árin og líkt og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra hafi bent á á árs­fundi Lands­virkj­un­ar í gær, þá hafi breyt­ing­ar á lög­um sem auka áttu sam­keppni á raf­orku­markaði árið 2003 skilað litlu.

„Þegar horft er til framtíðar í verka­skipt­ingu í nýt­inga­flokki ramm­a­áætl­un­ar þá eru það sömu þrjú fyr­ir­tæk­in sem ráða öllu,“ sagði Ragn­ar. Breyt­ing­in sé sú að meiri áhersla sé lögð á jarðvarma, enda hafi Lands­virkj­un og Orka Nátt­úr­unn­ar hafa lýst því yfir að þau stefni ekki að nýj­um virkj­un­um í ná­inni framtíð. „HS Orka virðist vera eina fyr­ir­tækið sem hygg­ur á fram­kvæmd­ir á næstu árum. Það eru því litl­ar breyt­ing­ar sjá­an­leg­ar. Eng­ir virkj­ana­kost­ir eru í boði á næst­unni fyr­ir nýja aðila á markaðnum og það verða áfram nán­ast all­ir vatns­afls­kost­ir í einu fyr­ir­tæki.“

Þre­fald­ast í verði frá 2013

Þar sem vatns­orka sé eini sveifl­an­legi orku­gjaf­inn á Íslandi gefi það auga leið að ekki sé hægt að tala um al­vöru sam­keppn­ismarkað.

Staðan í raf­orku­flutn­ings­mál­um er líka mörg­um áhyggju­efni að sögn Ragn­ars. „Sam­keppn­is­hæfni varðandi flutn­ings­ör­yggi og flutn­ings­kostnað er öll­um not­end­um mik­il­væg, en ljóst er að kostnaður er hærri hér en í sam­keppn­islönd­um okk­ar. Þetta á ekki bara við um stóriðju því við þurf­um líka að ræða um lausn­ir varðandi fiski­mjöl og garðyrkju­bænd­ur svo dæmi séu tek­in.“

Ræt­ur þess­ara vanda­mála liggi m.a. í flóknu reglu­verki og þeirri staðreynd að fram­leiðend­ur raf­orku eiga og stjórna Landsneti. „Þessu þarf að breyta,“ sagði Ragn­ar. „Önnur birt­inga­mynd þessa und­ar­lega kerf­is er að með flutn­ingi um raf­orku­kerfi tap­ast um 2% af raf­orkunni sem sett er inn á kerfið. Landsnet kaup­ir þessi 2% raf­orku frá fram­leiðend­um og send­ir svo öll­um raf­orku­not­end­um reikn­ing­inn.“

Kostnaður not­enda við 2% hafi verið 700 millj­ón­ir árið 2013, en tveir millj­arðar árið 2017. „Þessi litlu 2% hafa nán­ast þre­fald­ast í verði síðan 2013. Ein­inga­verð í þess­um viðskipt­um er nán­ast tvö­falt hærra en meðal­verð til stóriðju og raf­orku­not­end­ur hafa ekki haft neina leið til að verja sig gegn þess­um hækk­un­um, því þeim er ekki boðið upp á að vera með.“

mbl.is