Ekki sjálfgefið að landa sífellt fullfermi

Í karfatúr með Engey síðasta haust. Fiskurinn streymir úr móttökunni …
Í karfatúr með Engey síðasta haust. Fiskurinn streymir úr móttökunni yfir í vinnsluna þar sem hann er meðal annars flokkaður og kældur áður en hann fer niður í lestar skipsins. Ljósmynd/Kristján Maack

Afli tog­ara við landið hef­ur víðast verið góður síðustu vik­ur. Búnaður í tveim­ur nýj­um tog­ur­um HB Granda hef­ur sannað gildi sitt og þriðja syst­ir­in fer á veiðar á næst­unni.

„Jú, þetta hef­ur gengið ágæt­lega und­an­farið, en það hef­ur haldið aft­ur af mönn­um hversu marg­ar vik­ur eru bara með fjóra vinnu­daga í landi vegna hátíðis­daga. Það þarf samt að hafa fyr­ir þessu segja strákr­an­ir í brúnni og auðvitað er það ekki sjálf­gefið að koma trekk í trekk með full­fermi að landi á nokk­urra daga fresti,“ seg­ir Birk­ir Hrann­ar Hjálm­ars­son, út­gerðar­stjóri ís­fisk­skipa hjá HB Granda.

Granda­tog­ar­arn­ir Eng­ey og Ak­ur­ey hafa fiskað vel eins og sjá má á lista á afla­frett­ir.is og seg­ir Birk­ir að þau hafi und­an­farið komið að landi með blandaðan afla; karfa, þorsk og ufsa. Full­fermi er um 600 kör eða um 180 tonn af slægðum fiski. Skip­in komu ný til lands­ins á síðasta ári frá Tyrklandi og fór Eng­ey til veiða í lok júlí í fyrra­sum­ar, en Ak­ur­ey í lok janú­ar á þessu ári.

Þriðja syst­ir­in af þess­um þrem­ur nýju Granda­skip­um er Viðey, sem Birk­ir von­ast til að fari að minnsta kosti í prufutúr fyr­ir sjó­mannadag, sem er helg­ina 2.-3. júní. Síðustu mánuði hef­ur verið unnið að niður­setn­ingu á vinnslu­búnaði á milli­dekki í Viðey og sjálf­virku, mann­lausu lest­ar­kerfi hjá Skag­an­um 3X á Akra­nesi.

Að störfum um borð í Engey, togara HB Granda.
Að störf­um um borð í Eng­ey, tog­ara HB Granda. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Áður þurftu menn að moka 50-70 tonn­um af ís

Í skip­um HB Granda er búnaður til of­urkæl­ing­ar afla (sub-chill­ing), en einnig tæki til að fram­leiða ís. Um borð í Eng­ey og Ak­ur­ey hef­ur kæli­búnaður íss og krapa ekki verið notaður og mörg erfið hand­tök spar­ast með því og sjálf­virkni í lest, en á þenn­an hátt eru mörg erfiðustu hand­tök­in liðin tíð.

„Þetta er létt­ara fyr­ir sjó­menn­ina held­ur en áður var og þá var ekki óal­gengt að menn væru að moka 50-70 tonn­um af ís í hverj­um túr, það voru nokk­ur hand­tök­in,“ seg­ir Birk­ir. Hann seg­ir að ákveðið hafi verið að gera ráð fyr­ir bæði of­urkæl­ingu og kæl­ingu með ís. Báðir mögu­leik­arn­ir eru enn fyr­ir hendi enda get­ur sú staða hæg­lega komið upp ef landað er ann­ars staðar en við kæligeymsl­ur í heima­höfn­inni Reykja­vík að ísa þurfi fisk­inn við lönd­un.

Hann seg­ir að það hafi tekið nokk­urn tíma að gera Eng­ey klára til veiða og lengri tíma en gert var ráð fyr­ir. Það hafi reynt á hug­vit, þor og þol­in­mæði en hafi gengið upp með góðri sam­vinnu og góðu fólki. Ak­ur­ey hafi hins veg­ar nán­ast verið til­bú­in til veiða und­ir álagi strax eft­ir einn prufutúr.

„Staðan er þannig núna að lest­ar­kerfið virk­ar, kæl­ing­in virk­ar og hrá­efnið stenst okk­ar vænt­ing­ar. Barna­sjúk­dóm­ar í upp­hafi eru nán­ast að baki.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: