„Þetta er algjört hrun“

Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi …
Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi samkeppni um góðgæti hafsins. mbl.is/RAX

Lít­il ásókn í strand­veiðar á svæði B, sem nær frá Stranda­byggð á Vest­fjörðum að Grýtu­bakka­hreppi í Eyjaf­irði, þykir slá­andi að mati Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Alls hafa 66 leyfi verið gef­in út til strand­veiða á svæðinu í ár, sam­an borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra.

Elín Agla Briem, hafn­ar­vörður í Norðurf­irði, seg­ir út­litið ekki gott fyr­ir þá sem byggja hag sinn á þjón­ustu við strand­veiðibáta.

„Þetta er fer­legt. Ég held að eng­inn sé á strand­veiðum á Drangs­nesi og kannski ein­hverj­ir þrír á Hólma­vík. Þetta er al­gjört hrun hérna á aust­an­verðum Vest­fjarðakjálk­an­um.“

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti …
Elín Agla Briem, hafn­ar­vörður í Norðurf­irði, seg­ir blik­ur á lofti í strand­veiðum á Strönd­um. mbl.is/​Golli

Kostnaðar­mikl­ar fram­kvæmd­ir að baki

Frá Norðurf­irði er stutt að sækja á gjöf­ul fiski­mið í Húna­flóa og út af fló­anum, og hef­ur fjöldi báta komið þangað víða að af land­inu til veiða. Til að mæta eft­ir­spurn var haf­n­argarður­inn í Norðurf­irði ný­lega lengd­ur um helm­ing, auk þess sem bætt var við einni flot­bryggju og nýr krani sett­ur upp á smá­báta­bryggj­unni.

„Það var rán­dýrt,“ seg­ir Elín og bæt­ir við að hafn­ar­sjóður­inn og sveit­ar­fé­lagið hafi fjár­magnað fram­kvæmd­irn­ar. Spurð hvort viss for­sendu­brest­ur eigi sér nú stað, þegar við blasi að fækkað hafi tölu­vert í röðum þeirra báta sem nýta sér þessa aðstöðu, svar­ar hún ját­andi og bend­ir á að þessi þróun bitni mest á þeim sem veiti strand­veiðisjó­mönn­um þjón­ustu ým­iss kon­ar.

„Til dæm­is þeir sem fram­leiða ís­inn, sjá um flutn­ing­inn og hafn­ar­verðir eins og ég – við sjá­um enga for­sendu til að sinna þess­um störf­um ef eng­in laun fást fyr­ir. Ég er því mjög hugsi um hvernig þetta kem­ur út og jafn­vel hvort þetta borgi sig fyr­ir mig.“

Hún tek­ur þó fram að það sé venju sam­kvæmt að veiðarn­ar hefj­ist ró­lega á Strönd­um.

„Það er al­veg vitað. En þetta eru held ég sjö bát­ar núna sem ætla að vera að veiðum, og eng­inn ann­ar bú­inn að hringja og láta vita af komu sinni. Fyr­ir tveim­ur árum voru þetta 23 bát­ar og að mig minn­ir sautján í fyrra. Það lít­ur ekki út fyr­ir að þetta glæðist neitt í júní eða júlí, nema eitt­hvað óvænt komi upp á.“

Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu.
Krist­mund­ur seg­ir strand­veiðisjó­menn ótt­ast mik­inn sókn­arþunga á A-svæðinu. mbl.is/​Golli

Daufari stemn­ing en verið hef­ur

200 míl­ur náðu einnig tali af Krist­mundi Krist­munds­syni þar sem hann var við strand­veiðar úti fyr­ir Norðurf­irði í rjóma­blíðu, en hann ger­ir út á bátn­um Lunda ST-11.

„Það er mikið daufari stemn­ing yfir þessu öllu en verið hef­ur,“ seg­ir Krist­mund­ur. „Við erum aðeins þrír að róa hér í Norðurf­irðinum og sjálfsagt er þetta svona víðar.“

Hann seg­ir breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiðanna, sem gerðar voru með frum­varpi at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is fyrr í vor, geta haft skaðleg áhrif á þau svæði þar sem fisk­ur­inn geng­ur seinna, eins og raun­in sé í til­felli svæðis B.

„Nú er kom­inn heill pott­ur fyr­ir allt landið, og það sem við hræðumst­um hérna á B-svæðinu, og ég veit að fleiri hræðast líka, er þessi mikli sókn­arþungi á A-svæðinu og gott fiskerí þar. Okk­ar mar­tröð væri sú að heild­arpott­ur­inn kláraðist í júlí og við fengj­um ekk­ert að veiða í ág­úst,“ seg­ir Krist­mund­ur.

„Það væri mjög vont fyr­ir okk­ur því í raun byrj­ar fiskeríið hjá okk­ur ekki af al­vöru fyrr en í júlí og ág­úst. Við mynd­um þannig séð per­sónu­lega vilja sleppa maí og fá frek­ar að spreyta okk­ur á veiðum í sept­em­ber, ef út í það er farið.“

Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 …
Strand­veiðimenn landa afla í Norðurf­irði. Mynd­in er tek­in sum­arið 2016 en síðan þá hef­ur strand­veiðibát­um fækkað ört á svæðinu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lágt verð fisk­markaða hef­ur áhrif

Krist­mund­ur seg­ist þess þó ekki full­viss að breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða eigi alla sök að máli.

„Síðasta sum­ar var lé­legra held­ur en sum­arið þar á und­an hjá okk­ur á strand­veiðunum. Við vor­um með færri báta og minni afla. Jafn­framt var mun lægra fisk­verð held­ur en árið áður og ég vil í raun rekja þetta allt sam­an til sjó­manna­verk­falls­ins,“ seg­ir Krist­mund­ur.

„Eft­ir því sem ég best veit fengu sjó­menn það í gegn í lok verk­falls­ins að kjör þeirra tækju að ein­hverju leyti mið af verðinu á fisk­mörkuðunum. Þetta er nátt­úru­lega æðis­legt fyr­ir þau fyr­ir­tæki sem eiga skip og vinnslu, því þau geta þá haldið verði markaðanna í lág­marki og kom­ist upp með að greiða sjó­mönn­um lægri laun fyr­ir vikið.“

Þetta hafi svo vita­skuld í för með sér lægra end­ur­gjald á fisk­mörkuðum fyr­ir strand­veiðisjó­menn, seg­ir Krist­mund­ur.

„Verðið spil­ar nátt­úru­lega stærstu rull­una í fækk­un strand­veiðibáta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina