Þrír bátar höfðu á föstudag náð að nýta alla tólf veiðidagana sem þá hafði verið heimilt að stunda strandveiðar.
Um er að ræða Græði BA og Kolgu BA á svæði A, og Natalía NS á svæði C, en sá bátur er jafnframt aflahæstur þeirra 383 báta sem hafið hafa veiðar, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Afli á strandveiðum nam á föstudag 1.319 tonnum, sem er minnkun um fimmtung frá í fyrra. Meðaltal afla á hvern bát er hins vegar aðeins 207 kg minna en í fyrra, og munar þar 6%.