Þrír bátar náð að nýta alla tólf dagana

Afla frá strandveiðum landað í Hafnarfirði.
Afla frá strandveiðum landað í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Þrír bát­ar höfðu á föstu­dag náð að nýta alla tólf veiðidag­ana sem þá hafði verið heim­ilt að stunda strand­veiðar.

Um er að ræða Græði BA og Kolgu BA á svæði A, og Na­tal­ía NS á svæði C, en sá bát­ur er jafn­framt afla­hæst­ur þeirra 383 báta sem hafið hafa veiðar, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Afli á strand­veiðum nam á föstu­dag 1.319 tonn­um, sem er minnk­un um fimmt­ung frá í fyrra. Meðaltal afla á hvern bát er hins veg­ar aðeins 207 kg minna en í fyrra, og mun­ar þar 6%.

Tíu aflahæstu bátarnir að loknum tólf veiðidögum. Heimild: LS.
Tíu afla­hæstu bát­arn­ir að lokn­um tólf veiðidög­um. Heim­ild: LS.
mbl.is