Fagna hækkandi verði á þorski

Á strandveiðum er fylgst grannt með þróun verðs á þorski.
Á strandveiðum er fylgst grannt með þróun verðs á þorski. mbl.is/Sigurður Ægisson

Meðal­verð á óslægðum þorski seld­um á fisk­mörkuðum hef­ur verið 9% hærra það sem af er maí­mánuði en það var á sama tíma­bili í fyrra. Sjó­menn fagna þess­ari þróun og vona að hún verði viðvar­andi, seg­ir á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, þar sem bent er á að síðustu sjö daga hafi verðþró­un­in verið með mikl­um ágæt­um.

„Hækk­un­in er nokkuð í takt við þróun gjald­miðla í okk­ar helstu viðskipta­lönd­um. Mesta styrk­ing­in er á evr­unni, sem skilaði 113 krón­um að meðaltali í maí í fyrra en nú fást 122 krón­ur fyr­ir hverja evru,“ seg­ir á vef LS.

Verð á óslægðum þorski

mbl.is