Gaut hvolpum á leið í flug

Ellie gaut átta hvolpum, sjö rökkum og einni tík, rétt …
Ellie gaut átta hvolpum, sjö rökkum og einni tík, rétt áður en hún átti að stíga um borð í flug með eigendum sínum. Skjáskot/Twitter

Labra­dor-tík­in Ellie gaut óvænt átta hvolp­um í Tampa In­ternati­onal Airport flug­vell­in­um á Flórída, rétt áður en hún átti að halda um borð í flug­vél með eig­end­um sín­um á leið til Phila­delp­hiu.

Ellie, sem heit­ir fullu nafni Elen­or Rigby og er tveggja ára hjálp­ar­hund­ur, gaut hún hvolp­un­um að mestu leiti án aðstoðar en fékk þó smá hjálp hjá sjúkra­liðum í slökkviliðinu í Tampa. Hóp­ur flug­f­arþega fylgd­ist með er Ellie gaut hvolp­un­um.

Eig­end­ur Ellie vissu að hún væri hvolpa­full en áttuðu sig ekki á að svo stutt væri í að hún myndi gjóta. Ellie á hvolp­ana átta, sjö rakka og eina tík, með labra­dor rakk­an­um Nug­get sem einnig er hjálp­ar­hund­ur.

Talsmaður flug­vall­ar­ins sagði Fox 13 sjón­varps­stöðinni að eig­end­ur Ellie og Nug­gets hefðu verið að stíga um borð í flug­vél­ina þegar Ellie fór af stað.

Fjöl­skyld­an og hund­arn­ir 10 misstu skilj­an­lega af flugi sínu og munu þess í stað aka 1.000 km leið frá Tampa til Phila­delpiu að sögn dag­blaðsins Miami Her­ald.

mbl.is