Veiðigjöld verði endurútreiknuð

Nefndin fundaði í morgun og voru veiðigjöld meðal umfjöllunarefna eins …
Nefndin fundaði í morgun og voru veiðigjöld meðal umfjöllunarefna eins og oft áður. mbl.is/Alfons Finnsson

Atvinnuveganefnd Alþingis stefnir að því að veiðigjöld verði útreiknuð vegna versnandi afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Sérstaklega verði horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja við útreikninginn.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar, að versnandi afkoma bitni mest á litlum fyrirtækjum í atvinnugreininni.

Nefndin fundaði í morgun og voru veiðigjöld meðal umfjöllunarefna eins og oft áður.

Lilja vill ekki fullyrða að veiðigjöld verði lækkuð en hún segir að þau verði endurútreiknuð. Ekki náðist í hana við vinnslu þessarar fréttar.

mbl.is