Veiðigjöld verði endurútreiknuð

Nefndin fundaði í morgun og voru veiðigjöld meðal umfjöllunarefna eins …
Nefndin fundaði í morgun og voru veiðigjöld meðal umfjöllunarefna eins og oft áður. mbl.is/Alfons Finnsson

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is stefn­ir að því að veiðigjöld verði út­reiknuð vegna versn­andi af­komu fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Sér­stak­lega verði horft til lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja við út­reikn­ing­inn.

Frá þessu er greint á vef Rík­is­út­varps­ins en þar er haft eft­ir Lilju Raf­n­eyju Magnús­dótt­ur, for­manni nefnd­ar­inn­ar, að versn­andi af­koma bitni mest á litl­um fyr­ir­tækj­um í at­vinnu­grein­inni.

Nefnd­in fundaði í morg­un og voru veiðigjöld meðal um­fjöll­un­ar­efna eins og oft áður.

Lilja vill ekki full­yrða að veiðigjöld verði lækkuð en hún seg­ir að þau verði end­urút­reiknuð. Ekki náðist í hana við vinnslu þess­ar­ar frétt­ar.

mbl.is