Engin veiðigjöld ef ekkert er gert

Logi Einarsson mótmælti „óeðlilegum vinnubrögðum“ meirihlutans á Alþingi í dag.
Logi Einarsson mótmælti „óeðlilegum vinnubrögðum“ meirihlutans á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Minni­hlut­inn á Alþingi ger­ir í dag veru­leg­ar at­huga­semd­ir við að til­laga meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar, um breyt­ingu á veiðigjöld­um, verði tek­in á dag­skrá og fái þing­lega meðferð, þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Logi Ein­ars­son, þingmaður og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir við mbl.is að það standi til að taka málið á dag­skrá þings­ins með óeðli­leg­um hætti.

Spurður hvort þessi mikli fjöldi þing­manna minni­hlut­ans sem tóku til máls um fund­ar­stjórn hafi verið ein­hvers kon­ar málþóf seg­ir hann svo ekki vera. „Við erum vissu­lega mót­fall­in inni­haldi til­lög­un­ar, en nú erum við fyrst og fremst að mót­mæla vinnu­brögðum meiri­hlut­ans,“ seg­ir Logi.

Heim­ild­ir til inn­heimtu renna út

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að lengi hafi legið fyr­ir að það þyrfti að taka veiðigjöld á dag­skrá en nú­gild­andi ákvæði renna út í sum­ar. Ef það fer svo að ekk­ert er aðhafst í mál­inu hefst næsta fisk­veiðiár án þess að heim­ild­ir séu til þess að inn­heimta veiðigjöld.

Birg­ir tek­ur fram að til­lag­an sem um ræðir sé bráðabirgðaúr­ræði þar sem stefnt er að heild­ar­end­ur­skoðun veiðigjalda­kerf­is­ins sem mun taka ein­hvern tíma. Hann bend­ir á að galli hafi verið á nú­ver­andi kerfi sem snýr að hvernig veiðigjöld eru reiknuð.

Regl­ur þings­ins gera ráð fyr­ir að hægt sé að taka mál á dag­skrá með skömm­um fyr­ir­vara en slíkt þurfi samþykki þings­ins. Sam­kvæmt Birgi er ekki óal­gengt að mál fái sér­staka meðferð eft­ir fyrsta apríl. „Það er ekk­ert óeðli­legt við það að leita af­brigða þegar svo ber við.“

Þurfa auk­inn meiri­hluta

Ef taka á mál á dag­skrá með skömm­um fyr­ir­vara krefst það samþykk­is auk­ins meiri­hluta, eða 2/​3 þing­manna, fá­ist ekki slík heim­ild hjá þing­inu verður málið ekki tekið fyr­ir fyrr en eft­ir 5 daga. „Við erum að reyna að flýta fyr­ir mál­inu þannig að nefnd­in [at­vinnu­vega­nefnd] hafi rýmri tíma til þess að fjalla um málið,“ seg­ir Birg­ir.

„Það var aldrei samið um þetta,“ seg­ir Logi og bend­ir til þess að ekk­ert sam­komu­lag hafi verið milli þing­flokks­formanna um að taka málið á dag­skrá. Sam­kvæmt Loga á eft­ir að koma í ljós hvert fram­haldið verður, „það kem­ur í ljós hvort málið kem­ur til af­greiðslu, það á eft­ir að greiða at­kvæði um það. Svo á eft­ir að ákveða hvort þing­fund­ur verður lengd­ur,“ seg­ir hann.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert
mbl.is