Málinu rutt í gegn í bullandi ósætti

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. mbl.is/Eggert

Fjöl­marg­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar tóku til máls und­ir liðnum um fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi og gagn­rýndu að fyr­ir­huguð lækk­un veiðigjalda yrði tek­in fyr­ir á þingi í dag.

Ég vil mót­mæla harðlega þeirri dag­skrá sem er birt hér fyr­ir þenn­an þing­fund og ég krefst þess að 11. málið verði tekið af dag­skrá,“ sagði Odd­ný Harðardótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 11. málið er ein­mitt umræða um veiðigjöld.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar hef­ur samþykkt frum­varp til lækk­un­ar veiðigjald á út­gerð. Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar og þing­kona VG, seg­ir að verið sé að end­ur­reikna veiðigjöld miðað við nú­ver­andi af­komu út­gerða. Odd­ný seg­ir að það sé verið að af­henta út­gerðinni þrjá millj­arða.

„Málið verður ekki á dag­skrá þings­ins í dag,“ sagði Odd­ný.

Hér er enn eitt málið sem fær óeðli­lega málsmeðferð án sam­ráðs, án sam­komu­lags, í þessu þingi í krafti meiri hluta þings sem lofaði því að efla Alþingi,“ sagði Pírat­inn Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir.

Smári McCart­hy sagði þetta fyr­ir neðan all­ar hell­ur; að færa mál fram fyr­ir öll önn­ur þing­manna­mál, þar með tal­in mál sem hafa jafn­vel legið til­bú­in mánuðum sam­an.

„Þetta var komið fram í at­vinnu­vega­nefnd og var rutt í gegn á mettíma í gær án þess að búið væri að kanna all­ar for­send­ur nægi­lega vel. Það var gert í bullandi ósætti,“ sagði Smári.

mbl.is