Ræddu fundarstjórn í 5 klukkustundir

Þorsteinn Sæmundsson, sakaði Kristján Þór Júlíusson um að fá þingmenn …
Þorsteinn Sæmundsson, sakaði Kristján Þór Júlíusson um að fá þingmenn til þess að vinna skítverk fyrir sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, sagði ráðherra vera „að fá þing­menn til þess að vinna skít­verk fyr­ir sig.“ Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag um að veita af­brigði frá hefðbund­inni dag­skrá til þess að taka til um­fjöll­un­ar til­lögu at­vinnu­vega­nefnd­ar um veiðigjöld. Þor­steinn vildi meina að ráðherra hefði sjálf­ur átt að leggja fram frum­varp um veiðigjöld.

Mikl­ar deil­ur hafa verið á þingi um hvort taka eigi um­rædda til­lögu á dag­skrá þar sem talið er að til standi að lækka veiðigjöld. Einnig var deilt um að lengja þing­fund vegna máls­ins.

Minni­hlut­inn ræddi um dag­skrá þings­ins og leng­ingu þing­fund­ar í tæpa 5 klukku­tíma, en eng­inn þingmaður meiri­hlut­ans tók til máls. Í at­kvæðagreiðslu var þing­fund­ur lengd­ur og voru 29 at­kvæði greidd með leng­ingu en 25 gegn.

Í umræðum um at­kvæðagreiðslu um að taka málið á dag­skrá kom í ljós að mik­ill hiti var í þing­mönn­um vegna máls­ins. Sakaði meðal ann­ars Logi Ein­ars­son, formaður og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, meiri­hlut­ann um óeðli­leg vinnu­brögð.

Þá sagði hann að aug­ljóst væri að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Kristján Þór Júlí­us­son, hafi ekki þorað að leggja fram frum­varp um málið og þess í stað látið það verk í hlut þing­manna meiri­hlut­ans. „Þorirðu ekki,“ kallaði Logi einnig úr þingsal.

Meiri­hluti þing­manna samþykkti að taka málið á dag­skrá. Til þess að taka til­lög­una til um­fjöll­un­ar í dag hefði þurft auk­inn meiri­hluta, slík­ur meiri­hluti fékkst ekki og verður málið því ekki tekið fyr­ir fyrr en í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina