Óvissa um innheimtu veiðigjalda

Lilja Rafney segir ekki á hreinu hvort þinghald verði framlengt.
Lilja Rafney segir ekki á hreinu hvort þinghald verði framlengt. mbl.is/Golli

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir í sam­tali við mbl.is að til­laga meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um veiðigjöld hafi ekki verið rædd á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Hún seg­ir ekki ljóst hvert fram­haldið verður þar sem Alþingi samþykkti ekki að veita mál­inu flýtimeðferð í gær.

Meiri­hluti Alþing­is samþykkti í gær að taka til­lög­una á dag­skrá, en þó svo að málið hafi kom­ist á dag­skrá hefði þurft samþykki 2/​3 þing­manna til að veita mál­inu for­gang. Þar sem ekki fékkst stuðning­ur 2/​3 þing­manna fyr­ir slíku, kemst til­lag­an ekki á dag­skrá fyrr en eft­ir helgi.

Á mánu­dag fara fram eld­hús­dagsum­ræður sem hefðbundið séð fara fram við þinglok, en að sögn Lilju Raf­n­eyj­ar á eft­ir að koma í ljós hvort þing­hald verði fram­lengt.

Í gær sagði Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, við mbl.is að nú­gild­andi heim­ild til inn­heimtu veiðigjalda renni út í sum­ar. Samþykki Alþingi ekki nýja heim­ild fyr­ir þinglok, mun næsta fisk­veiðiár hefjast án heim­ild­ar til inn­heimtu veiðigjalda.

mbl.is