Veiðigjöld rædd eftir helgi

„Ég myndi gera ráð fyr­ir því að það verði mælt fyr­ir því í þing­inu á þriðju­dag,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hann er spurður um stöðu til­lögu meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ingu á veiðigjöld­um.

Deilt hef­ur verið um málið á Alþingi í vik­unni og ekki náðist samstaða um að veita því flýtimeðferð. Því gild­ir hin al­menna fimm daga regla, að þar sem málið var lagt fram á miðviku­degi á að vera hægt að setja það á dag­skrá eft­ir helgi. Þar sem ráðgert er að eld­hús­dagsum­ræður fari fram á mánu­dag býst Birg­ir við því að það verði rætt á þriðju­dag.

Það er semsagt út­lit fyr­ir að það teyg­ist á þing­störf­um? „Já, það ligg­ur í loft­inu að það verði ein­hverj­ir dag­ar. Það er ekki þannig að þing­for­seti sé bú­inn að taka ákvörðun um breyt­ingu á starfs­áætl­un en það leiðir af eðli máls, þegar töf verður með þess­um hætti, að það geti bæst ein­hverj­ir dag­ar við. Það ger­ist oft að starfs­áætl­un tek­ur breyt­ing­um á síðustu dög­un­um. Ég reikna með að Stein­grím­ur [J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is] taki þetta upp í for­sæt­is­nefnd á mánu­dag.“ Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, sagði í sam­tali við mbl.is að til­laga meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um veiðigjöld hefði ekki verið rædd á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær.

Eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá er stefnt að því að leggja fram frum­varp að nýj­um lög­um um veiðigjöld við upp­haf þings í haust, en áður­nefndu frum­varpi sem lagt var fram á þingi í vik­unni er ætlað að brúa bilið til ára­móta. Að óbreyttu er ekki heim­ild í gild­andi lög­um um veiðigjald til álagn­ing­ar veiðigjalds á landaðan afla í botn­fisk­stofn­um eft­ir upp­haf næsta fisk­veiðiárs, 1. sept­em­ber, en lög­in falla úr gildi um næstu ára­mót.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: