Veiðigjöld væntanlega á dagskrá á þriðjudag

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is á ekki von á öðru en að breyt­ing­ar á veiðigjöld­um verði á dag­skrá þings­ins á næsta þing­fundi núna á þriðju­dag. At­vinnu­vega­nefnd legg­ur frum­varpið fram að beiðni sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

„Það er bara að koma mál­inu á dag­skrá þings­ins og svo för­um við að glíma við það. Það er síðan í hönd­um þings­ins hvort það verði breyt­ing­ar á því eða ekki,“ seg­ir hún. Spurð hvort þing­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja séu ein­huga að baki frum­varp­inu seg­ir hún svo vera, rík­is­stjórn­in leggi það fram og beri ábyrgð á því. 

„Það vilja ör­ugg­lega all­ir flokk­ar hafa þetta eitt­hvað öðru­vísi en veiðigjöld­in verða núna eins og þau væru reiknuð í raun­tíma sem all­ir flokk­ar hafa talað fyr­ir. Gjöld­in ættu að vera lægri ef byggt væri á spálíkani veiðigjalda­nefnd­ar, þau ættu að vera 7,2 millj­arðar kr. skv. upp­lýs­ing­um um sam­tíma­af­komu en niðurstaðan var að horfa til sér­staks af­slátt­ar fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki og verður 8,3 millj­arðar króna,“ seg­ir hún.

mbl.is