Býst við framhaldi á þingstörfum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir það liggja í loft­inu að fram­hald verði á þing­störf­um um ein­hverja daga.

„Stóru mál­in sem blasa við þessa næstu daga eru veiðigjalda­málið, per­sónu­vernd­ar­frum­varpið og seinni umræða um fjár­mála­áætl­un, sem mun taka ein­hverja daga að ljúka,“ seg­ir Birg­ir en þinglok voru áætluð á fimmtu­dag­inn. 

Gert er ráð fyr­ir að til­laga meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ingu á veiðigjöld­um verði tek­in fyr­ir á Alþingi á morg­un. Þetta kom fram á fundi þing­flokks­formanna með for­seta Alþing­is í morg­un.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.
Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ásamt Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fyrsta umræða um veiðigjöld fer vænt­an­lega fram á Alþingi á morg­un og eft­ir það fer málið í form­lega vinnslu í at­vinnu­vega­nefnd.

Aðspurður hvort það ná­ist ekki að klára veiðigjalda­málið áður en þingi lýk­ur seg­ir Birg­ir að stefnt sé að því. „Ef ekk­ert verður gert í þeim renna nú­ver­andi veiðigjalda­ákvæði út í sum­ar. Ég held að all­ir hljóti að átta sig á því að það verður eitt­hvað gert, þótt það geti verið skipt­ar skoðanir um út­færslu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að stjórn­ar­flokk­arn­ir á Alþingi séu sam­stíga í mál­inu.

Hann býst þó við áfram­hald­andi gagn­rýni frá stjórn­ar­and­stöðunni. „Það verður þá bara umræða sem verður tek­in bæði í þingsal og í at­vinnu­vega­nefnd á næstu dög­um.“

mbl.is