„Skýr mynd af bandalagi um sérhagsmuni“

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig fyrst í pontu í …
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig fyrst í pontu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. mbl.is/Eggert

Odd­ný Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fyr­ir­hugaða lækk­un veiðigjalda í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að núna sex mánuðum eft­ir mynd­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefði skýr mynd teikn­ast upp af rík­is­stjórn­inni.

„Skýr mynd af banda­lagi um sér­hags­muni,“ sagði Odd­ný og benti í því sam­hengi á þá „skjald­borg“ sem sem hún sagði rík­is­stjórn­ina hafa slegið um embætt­is­færsl­ur Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra við skip­un dóm­ara í Lands­rétt og einnig á fyr­ir­hugaða lækk­un veiðigjalda.

Hún sagði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra bregðast við kalli út­gerðarmanna um lægri veiðigjöld á meðan að aðrir þurfi að bíða.

„Rík­is­stjórn­in ætl­ar að rétta út­gerðinni tæpa þrjá millj­arða og stór­út­gerðinni bróðurpart­inn af því fé, stór­út­gerðinni sem sann­ar­lega líður eng­an skort. Það gera hins veg­ar ör­yrkj­ar og aldraðir sem þurfa að reiða sig á greiðslur Trygg­inga­stofn­un­ar,“ sagði Odd­ný.

Rík­is­stjórn­in ætli ekki að jafna leik­inn

Odd­ný sagði ójöfnuð vera að aukast hér á landi og að það væri óheillaþróun sem ýtti und­ir ósætti í sam­fé­lag­inu. Hún sagðist ekki telja að rík­is­stjórn­in vildi minnka ójöfnuð á Íslandi á þessu kjör­tíma­bili og að það sjá­ist á fjár­mála­áætl­un stjórn­ar­inn­ar til næstu fimm ára.

Hún vitnaði til orða for­sæt­is­ráðherra frá eld­hús­dagsum­ræðum í fyrra, þar sem Katrín gagn­rýndi þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar fyr­ir mis­skipt­ingu auðs í ís­lensku sam­fé­lagi og talaði fyr­ir því að tryggja þyrfti að arður af auðlind­um lands­ins rynni til þjóðar­inn­ar.

„Ég var þá svo inni­lega sam­mála Katrínu Jak­obs­dótt­ur og þess vegna hrygg­ir mig áhrifa­leysi henn­ar sem for­sæt­is­ráðherra sem engu kem­ur í gegn­um rík­is­stjórn sína í þess­um efn­um nema mála­mynda­breyt­ing­um á fjár­magn­s­tekju­skatti með litl­um ávinn­ingi fyr­ir rík­is­sjóð,“ sagði Odd­ný.

mbl.is