„Stórt og hápólitískt mál“

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

„Við vit­um ekk­ert hvenær þessu þingi lýk­ur eða hvernig. Við tök­um okk­ur bara þann tíma sem við þurf­um til að ræða mál­in,“ seg­ir Odd­ný G. Harðardótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um veiðigjalda­málið sem verður tekið til fyrstu umræðu af þrem­ur á Alþingi á morg­un.

„Þetta er þungt og erfitt mál þannig að það verður um nóg að tala.“

Odd­ný vill fram­lengja lög­in um veiðigjald til ára­móta þangað til nýtt frum­varp kem­ur inn, al­veg eins og þing­mála­skrá frá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi gert ráð fyr­ir, í stað þess að samþykkja frum­varpið sem verður rætt á morg­un. Því er ætlað að brúa bilið til ára­móta.

„Það er eng­in ástæða til þess að lækka veiðigjöld heilt yfir. Það finnst mér ekki koma til greina,“ seg­ir hún.

Odd­ný bæt­ir við að stjórn­ar­andstaðan geti ekki borið ábyrgð á því að stjórn­ar­liðar hafi ekki treyst sér til að koma með lækk­un veiðigjalda inn í þingið fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Aðspurð seg­ir hún stjórn­ar­and­stöðuna ekki ætla sér að tefja málið. „Þetta er stórt og mikið mál og hápóli­tískt sem við þurf­um góðan tíma til þess að fara yfir.“

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þrjár umræður verða um málið á Alþingi, auk þess sem at­vinnu­vega­nefnd fer yfir það. Einnig þarf að fara yfir breyt­inga­til­lög­ur ef þær verða sett­ar fram.

„Þetta tek­ur allt heil­mik­inn tíma. Svo eiga fleiri mál eft­ir að detta inn, fjár­mála­áætl­un­in og per­sónu­vernd­ar­lög­in og þau taka líka góðan tíma.“

mbl.is