Ræða um veiðigjöldin í dag

Til­laga meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ingu á veiðigjöld­um verður tek­in á dag­skrá Alþing­is í dag til fyrstu umræðu af þrem­ur. Ljóst er að þing­höld tefjast, en þinglok voru áætluð á fimmtu­dag.

Málið var lagt fram á miðviku­dag í síðustu viku og náðist ekki samstaða um að það fengi flýtimeðferð. Stjórn­ar­andstaðan hef­ur gagn­rýnt rík­is­stjórn­ar­flokk­ana fyr­ir að hafa til­kynnt seint um málið og ýjað að því að þeir hafi ekki treyst sér til að leggja það fram fyrr en að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um lokn­um.

Að lög­um um veiðigjöld óbreytt­um verður gjald ekki lagt á fyr­ir næsta fisk­veiðiár, sem hefst 1. sept­em­ber nk., en í þing­mála­skrá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var gert ráð fyr­ir fram­leng­ingu gild­is­tíma lag­anna til ára­móta. Fyr­ir þing­inu liggja einnig ný per­sónu­vernd­ar­lög og fjár­mála­áætl­un, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: