Óeining í minnihlutanum skapar óvissu

Enn er ekki ljóst hvert framhaldið verður varðandi þinghald þar …
Enn er ekki ljóst hvert framhaldið verður varðandi þinghald þar sem eftir er að ganga frá samningi um veiðigjöld. mbl.is/​Hari

Stíft er fundað milli at­kvæðagreiðslna og á meðan umræður standa á Alþingi í dag. Full­trú­ar minni­hlut­ans hafa hist með hlé­um það sem af er degi, en til­laga meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar varðandi veiðigjöld hef­ur þótt um­deild og ligg­ur fyr­ir til­boð frá meiri­hlut­an­um til þess að ná sátt­um í mál­inu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, staðfesti við fjöl­miðla í gær að hún teldi rétt að leggja til óbreytt veiðigjöld, en jafn­framt að það væri gegn því að sátt náðist í öðrum atriðum er varða þing­hald. Ná­kvæm­lega hvaða atriði það eru, er ekki ljóst á þessu stigi.

Afstaða breytt á „klukku­tíma fresti“

Full­trú­ar minni­hlut­ans funda nú um þess­ar stund­ir um hvort skal ganga við kröf­um meiri­hlut­ans. Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða kröf­ur minni­hlut­inn ger­ir til þess að ákvörðun verði tek­in um lengd þing­halds og annarra mála. Virðist sem deil­urn­ar snú­ast um fleiri þætti en veiðigjöld bæði af hálfu meiri­hlut­ans og minni­hlut­ans.

Heim­ild­ir mbl.is inn­an minni­hlut­ans segja að meiri­hlut­inn hafi boðið upp á ástandið þar sem út­spil Katrín­ar hafi opnað á samn­inga um fleiri mál og lengd þing­halds. Hins­veg­ar hef­ur það ekki verið krafa minni­hlut­ans að samn­ing­ur um veiðigjöld yrði tengd­ur öðrum mál­um, en nú hef­ur skap­ast tæki­færi til þess að semja um önn­ur mál á dag­skrá þings­ins.

Inn­an meiri­hlut­ans heyr­ist að staðan er hon­um held­ur óþægi­leg, meðal ann­ars vegna þess hve sundraður minni­hlut­inn er. Var sagt við blaðamann að það væri stöðugt vera að semja um eitt­hvað nýtt þar sem flokk­ar minni­hlut­ans væru ósam­stíga. „Afstaða þeirra breyt­ist á klukku­tíma fresti,“ sagði einn viðmæl­andi blaðamanns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina