Samkomulagi um þinglok náð

Samkomulag náðist um þinglok á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur …
Samkomulag náðist um þinglok á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur hins vegar enn yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­menn stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi náðu sam­komu­lagi rétt fyr­ir miðnætti um þinglok. Frá þessu er greint í miðnæt­ur­frétt­um RÚV. Ekki er ljóst hvenær þing­störf­um lýk­ur ná­kvæm­lega. For­menn flokk­anna komu sam­an klukk­an tíu í kvöld til að ræða þinglok.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra staðfesti við fjöl­miðla í gær að hún teldi rétt að leggja til óbreytt veiðigjöld, en jafn­framt að það væri gegn því að sátt næðist í öðrum atriðum er varða þing­hald. Svo virðist sem tek­ist hafi að semja um þau atriði í kvöld. 

Þing­fund­ur hef­ur staðið yfir á Alþingi frá því klukk­an hálfell­efu í morg­un og stend­ur enn yfir þar sem umræða um fjár­mála­áætl­un 2019-2023 fer fram.

mbl.is