Samþykktu fjármálaáætlun

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar til fimm ára var samþykkt á Alþingi í dag með þrjá­tíu og einu at­kvæði gegn nítj­án, sjö þing­menn greiddu ekki at­kvæði.

Fjár­mála­áætl­un­in hef­ur sótt nokk­urri gagn­rýni í dag. Meðal ann­ars hef­ur verið sagt að hún stand­ist ekki gæðakröf­ur sem gerðar eru í lög­um um op­in­ber fjár­mál. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, svaraði þeirri gagn­rýni með því að segja það vinnu­ferli sem fylgdi inn­leiðingu laga um op­in­ber fjár­mál væri „lær­dóms­ferli.“

mbl.is