Veiðigjöld líklega óbreytt

Formaður atvinnuveganefndar bar upp tillögu um óbreytt veiðigjöld.
Formaður atvinnuveganefndar bar upp tillögu um óbreytt veiðigjöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veiðigjöld verða óbreytt fram að ára­mót­um sam­kvæmt til­lögu sem Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar — græns fram­boðs og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, bar upp á Alþingi í dag.

Frum­varpið sem kveður á um áfram­hald­andi óbreytta gjald­töku var samþykkt mót­atkvæðalaust og tók eng­in til máls við fyrstu umræðu, en sam­komu­lag um veiðigjöld hef­ur verið hluti af sam­komu­lagi um þinglok. Málið er nú sent aft­ur til nefnd­ar og til ann­ar­ar umræðu, tíma­setn­ing henn­ar ligg­ur ekki fyr­ir.

Upp­haf­leg til­laga meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar um að fram­lengja heim­ild­ir til gjald­töku og að gjaldið yrði lækkað hef­ur verið þrætu­epli á Alþingi síðustu daga.

mbl.is