Humarvertíðin slök í sögulegu samhengi

Humar er herramannsmatur en afli hefur minnkað síðustu ár.
Humar er herramannsmatur en afli hefur minnkað síðustu ár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Humar­vertíð hef­ur verið slök til þessa í sögu­legu sam­hengi, að sögn Guðmund­ar Gunn­ars­son­ar, ný­sköp­un­ar­stjóra hjá Skinn­ey Þinga­nesi á Hornafirði. Síðasta ár var einnig lé­legt í humr­in­um, en afl­inn í ár er held­ur minni en í fyrra.

Guðmund­ur seg­ir að það sé já­kvætt að í ár hafi meira feng­ist af smá­um humri. Stór hum­ar veiðist eins og síðustu vertíðir, en minna af milli­humri, sem oft hef­ur borið uppi veiðina. Ekki sé óeðli­legt að lítið fá­ist nú af milli­humri miðað við litla nýliðun síðustu ár.

Humar­vertíðin hófst í mars­mánuði og voru skip­in fyrst á aust­ur­svæðinu frá Lóns­dýpi yfir í Skeiðar­ár­dýpi. Upp úr sjó­manna­degi héldu skip­in vest­ur á bóg­inn og hafa m.a. reynt fyr­ir sér í Jök­ul­dýpi og suður af Eld­ey, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um humar­veiðina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: