Laun tveggja manna í veiðigjöld

Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við …
Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við ýmis störf. mbl.is/Golli

Fisk­vinnsl­an Íslands­saga á Suður­eyri sagði upp 10 beitn­inga­mönn­um um mánaðamót. Fyr­ir­tækið áform­ar að kaupa bát og búnað til að vél­beita á sjó. Það er talið hag­kvæm­ara, sér­stak­lega vegna hárra veiðigjalda, að sögn fram­kvæmda­stjór­ans.

„Það er orðinn of mik­ill kostnaður við að gera út á land­beitta línu, eft­ir að þessi of­ur­háu veiðigjöld komu til sög­unn­ar,“ seg­ir Óðinn Gests­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­sögu í Morg­un­blaðinu í dag. Hann seg­ir það helstu ástæðuna fyr­ir upp­sögn­un­um.

Fyr­ir­tækið er að kanna mögu­leika á að fjár­festa í bát með beitn­inga­vél í stað þeirra tveggja báta sem það ger­ir nú út. Fjór­ir sjó­menn eru á bát­un­um og þeim var ekki sagt upp. Beitn­inga­menn­irn­ir hafa mis­lang­an upp­sagn­ar­frest, flest­ir þrjá mánuði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: