Laun tveggja manna í veiðigjöld

Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við …
Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við ýmis störf. mbl.is/Golli

Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri sagði upp 10 beitningamönnum um mánaðamót. Fyrirtækið áformar að kaupa bát og búnað til að vélbeita á sjó. Það er talið hagkvæmara, sérstaklega vegna hárra veiðigjalda, að sögn framkvæmdastjórans.

„Það er orðinn of mikill kostnaður við að gera út á landbeitta línu, eftir að þessi ofurháu veiðigjöld komu til sögunnar,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir það helstu ástæðuna fyrir uppsögnunum.

Fyrirtækið er að kanna möguleika á að fjárfesta í bát með beitningavél í stað þeirra tveggja báta sem það gerir nú út. Fjórir sjómenn eru á bátunum og þeim var ekki sagt upp. Beitningamennirnir hafa mislangan uppsagnarfrest, flestir þrjá mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: