Umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

Umræðu og af­greiðslu á frum­varpi um breyt­ingu á veiðigjöld­um er hvergi nærri lokið. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Viku­lok­un­um á Rás 1 í morg­un. Af­greiðslu frum­varps­ins var frestað fram á haust og var stór liður í að þing­flokk­arn­ir náðu sam­komu­lagi um þinglok í gær.

Áslaug sagði frum­varpið í raun vera leiðrétt­ingu en ekki lækk­un á veiðigjöld­um. „Gjaldið í dag er reiknað þannig að það er tekið þrjú ár aft­ur í tím­ann. Það hlýt­ur að vera mark­mið okk­ar að gjaldið fylgi af­komu grein­ar­inn­ar því ann­ars er for­send­an fyr­ir af­nota­gjald­inu brost­in. Við telj­um rosa­lega mik­il­vægt að leiðrétta veiðigjaldið. Umræðan hef­ur verið á skjön við hvernig frum­varpið var raun­veru­lega,“ sagði Áslaug.  

„Þetta lít­ur út eins og enn önn­ur leiðrétt­ing fyr­ir þá sem eiga meira,“ sagði Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sem var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Áslaugu, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manni Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. 

„Mér finnst þetta mál sýna ótrú­lega for­gangs­röðun, að ætla að lækka veiðigjald kort­eri fyr­ir þinglok,“ sagði Ágúst Ólaf­ur, sem benti jafn­framt á að eitt pró­sent af rík­is­tekj­un­um komi frá veiðigjöld­um. „Við telj­um að þessi grein geti lagt meira af mörk­um.“

Veiðigjöld stór­póli­tískt mál í ís­lensku sam­fé­lagi

Rósa Björk sagði að frum­varpið hefði bet­ur komið frá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sjálf­um í stað nefnd­ar­inn­ar. Hún hrósaði hins veg­ar Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra fyr­ir henn­ar aðkomu að mál­inu. „Þessi lausn sem hefði alltaf átt að vera upp­haf­lega af­greiðslan, í raun­inni bara tækni­leg fram­leng­ing á veiðigjöld­un­um, en allt annað er stór­póli­tískt mál og hef­ur verið stór­póli­tískt mál í ís­lensku sam­fé­lagi um ára­tuga­skeið, hversu mikið út­gerðin á að borga fyr­ir nýt­ingu á sam­eig­in­leg­um auðlind­um okk­ar allra.“

Nýtt frum­varp um veiðigjöld verður kynnt á Alþingi í haust. Lög­in hald­ast óbreytt til ára­móta.„Þetta er að sjálf­sögðu ekki búið þar sem við erum að sjá sam­drátt í grein­inni,“ sagði Áslaug.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina