Veiðigjöld forgangsmál á næsta þingi

Báturinn Sigurður Ólafsson SF 44 hefur skilað sínu.
Báturinn Sigurður Ólafsson SF 44 hefur skilað sínu. mbl.is/Sigurður Mar Halldórsson

Óli Björn Kára­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, seg­ir að lækk­un veiðigjalda eigi að vera for­gangs­mál þegar þing kem­ur sam­an í haust.

„Ég von­ast til þess að við ber­um gæfu til að koma skikk á mál­in þegar við kom­um sam­an í haust. Það hlýt­ur að vera eitt af for­gangs­mál­um á nýju þingi að breyta gjöld­un­um þannig þau taki mið af af­komu grein­ar­inn­ar,“ seg­ir Óli Björn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann bend­ir á að af­koma grein­ar­inn­ar hafi versnað veru­lega á sama tíma og veiðigjöld hafi hækkað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: