Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að lækkun veiðigjalda eigi að vera forgangsmál þegar þing kemur saman í haust.
„Ég vonast til þess að við berum gæfu til að koma skikk á málin þegar við komum saman í haust. Það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum á nýju þingi að breyta gjöldunum þannig þau taki mið af afkomu greinarinnar,“ segir Óli Björn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Hann bendir á að afkoma greinarinnar hafi versnað verulega á sama tíma og veiðigjöld hafi hækkað.