Jöfnuður dregur úr kvíða ungmenna

Arndís Vilhjálmsdóttir starfar í dag sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
Arndís Vilhjálmsdóttir starfar í dag sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fé­lagsauður dreg­ur úr ein­kenn­um kvíða og þung­lynd­is meðal ung­linga en minni fé­lagsauður út­skýr­ir ekki tengsl tekjuó­jafnaðar við and­lega heilsu. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í niður­stöðum doktor­s­verk­efn­is Arn­dís­ar Vil­hjálms­dótt­ur.

Niður­stöður sýndu einnig að þótt tekjuó­jöfnuður hefði tengsl við kvíða allra ung­linga, án til­lits til efna­hags­legr­ar stöðu þeirra, var sem tekjuó­jöfnuður hefði ein­ung­is tengsl við þung­lyndi ung­linga frá fá­tæk­ari heim­il­um. Að lok­um benda niður­stöður til þess að eft­ir því sem dreg­ur úr tekjuó­jöfnuði inn­an hverfa yfir tíma, dragi úr ein­kenn­um kvíða meðal ung­linga um allt að 37%.

Meg­in­mark­mið rann­sókn­ar­verk­efn­is­ins „Áhrif tekjuó­jafnaðar og fé­lagsauðs á and­lega heilsu ung­linga“ var að kanna tengsl tekjuó­jafnaðar og fé­lagsauðs inn­an ís­lenskra skóla­hverfa við kvíða- og þung­lyndis­ein­kenni ung­linga yfir tíma­bilið 2006 til 2016.

Gögn úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands eru meðal þeirra gagna sem …
Gögn úr lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands eru meðal þeirra gagna sem voru notuð við rann­sókn­ina. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Arn­dís varði doktors­rit­gerð sína við sál­fræðideild Há­skóla Íslands ný­verið en í rann­sókn Arn­dís­ar er skoðað hvort tekjuó­jöfnuður inn­an hverfa, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar á land­inu, hefði tengsl við kvíða og þung­lyndis­ein­kenni meðal ung­linga. Rann­sókn­in er meðal þeirra fyrstu í heim­in­um þar sem skoðuð eru áhrif tekjuó­jafnaðar og bú­setu á and­lega heilsu ungs fólks eft­ir hverf­um.

Að sögn Arn­dís­ar bygg­ir hún rann­sókn sína á gögn­um frá Rann­sókn­um og grein­ingu sem Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir held­ur utan um, ann­ars veg­ar,  og hins veg­ar gögn­um frá Hag­stofu Íslands. Ekki er um per­sónu­gögn að ræða held­ur eru öll gögn­in óper­sónu­rekj­an­leg.

„Ég er ekki að skoða fá­tækt og ég er ekki að skoða hvort hverfi eru rík eða fá­tæk held­ur sjálfa tekju­dreif­ing­una inn­an íbúðar­hverfa. Það er að segja sjálft bilið milli þeirra sem eru vel stæðir og þeirra sem eru ekki svo vel stæðir. Mín rann­sókn bein­ir sjón­um sín­um að því hvort þetta bil í sjálfu sér hafi áhrif á líðan ung­menna á aldr­in­um 15 og 16 ára,“ seg­ir Arn­dís.

Rann­sókn­in nær yfir tíma­bilið 2006-2016 og að sögn Arn­dís­ar voru það einkum gögn frá fimm árum sem hún skoðaði sér­stak­lega; 2006, 2009, 2012, 2014 og 2016. Bæði ein og sér og eins hvort breyt­ing­ar á milli tíma­bila myndu skila sér í ein­hverj­um breyt­ing­um í kvíða og þung­lyndi þessa ár­ganga.

Mikið umrót hef­ur átt sér stað á þessu tíma­bili og seg­ir Arn­dís að í rann­sókn­inni noti hún gríðarleg­ar svipt­ing­ar í tekjuó­jöfnuði á tíma­bil­inu sem inn­grip til þess að skoða hvort þær hafa áhrif á líðan ung­linga á þess­um tíma. Þetta ger­ir hún með því að reyna að að ein­angra áhrif tekjuó­jafnaðar frá ann­arri þróun sem átti sér stað í sam­fé­lag­inu á þess­um tíma.

„Þetta er auðvitað ekki til­raun held­ur svo­kölluð „nátt­úru­leg til­raun“ sem er í eðli sínu fylgni­rann­sókn, en hún gef­ur ágæta mynd af sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Arn­dís og bæt­ir við að hún sé með rann­sókn sinni að prófa far­alds­fræðilega hug­mynd; „Kenn­ing­una um áhrif tekjuó­jafnaðar“ sem Rich­ard Wilk­in­son og Kate Pickett, höf­und­ar bók­ar­inn­ar The Spi­rit Level frá ár­inu 2009, komu fram með. Niðurstaða þeirr­ar bók­ar er að þjóðfé­lög­um vegnaði best þar sem fé­lags­legt jafn­ræði er mest.

„Ég ákvað að prófa, með töl­fræðileg­um gögn­um, hvort það sem þau setja fram í þess­ari bók gangi upp í sam­fé­lagi sem séð hef­ur mikl­ar breyt­ing­ar í tekjuó­jöfnuði. Það sem er spenn­andi við hug­mynd þeirra er að hún er mjög þverfag­leg og rann­sókn­in bygg­ist á því að taka til­lit til ólíkra sviða fé­lags­vís­inda og reyna að samþætta þess­ar hug­mynd­ir inn­an einn­ar rann­sókn­ar,“ seg­ir Arn­dís.

All­ir ung­ling­ar kvíðnari þegar tekjuó­jöfnuður er mik­ill

„Þetta er flók­in mynd en segja má að þegar tekju­jöfnuður var mik­ill eins og 2006 þá fann ég þessi tengsl – það er tengsl milli mik­ils tekjuó­jafnaðar og auk­inna kvíðaein­kenna. All­ir ung­ling­ar virt­ust kvíðnari árið 2006 þegar tekjuó­jöfnuður var mik­ill á Íslandi held­ur en þegar jöfnuður­inn var meiri. Síðan fann ég tengsl milli tekjuó­jafnaðar og þung­lyndis­ein­kenna þetta sama ár meðal þeirra ung­linga sem komu frá heim­il­um sem voru ekki fjár­hags­lega vel stæð,“ seg­ir Arn­dís.

Þetta þýðir, að sögn Arn­dís­ar, að tekjuó­jöfnuður virðist auka kvíða meðal allra ung­linga og mik­ill tekjuó­jöfnuður virðist auka þung­lyndis­ein­kenni hjá þeim ung­ling­um sem eru verst sett­ir.

Eftir því sem dregur úr ójöfnuði innan hverfa dregur úr …
Eft­ir því sem dreg­ur úr ójöfnuði inn­an hverfa dreg­ur úr kvíða ung­linga. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

„Ung­menni sem koma frá fá­tæk­ari heim­il­um eru lík­legri til þess að vera með ein­kenni þung­lynd­is held­ur en önn­ur ung­menni. Þetta virðist hafa mest áhrif á ung­menni sem búa í hverf­um þar tekjuó­jöfnuður er sem mest­ur,“ seg­ir hún.

Eft­ir því sem dró úr tekjuó­jöfnuði inn­an hverf­is­ins 2006-2016, sem er tíma­bilið sem er til skoðunar, þá dreg­ur líka úr kvíðaein­kenn­um, seg­ir Arn­dís.

„Þegar tekju­bilið minnkaði eft­ir hrun dró úr tekjuó­jöfnuði og þá leið ung­ling­un­um okk­ar bet­ur,“ seg­ir Arn­dís en þetta eru bæði áhuga­verðar og um leið nýj­ar niður­stöður á alþjóðavísu. Því það hef­ur aldrei verið sýnt fram á það áður að þegar tekju­dreif­ing minnk­ar þá hafi það góð áhrif á and­lega líðan, að sögn Arn­dís­ar.

Hún seg­ir að hafa verði í huga að það sem spá­ir best um kvíða og þung­lyndi eru per­sónu­leg áföll og fjöl­skyldu­saga viðkom­andi. „Tekjuó­jöfnuður hef­ur mun minna um það að segja held­ur þessi atriði en áhersl­an í minni rann­sókn er ekki á hag­fé­lags­legri stöðu viðkom­andi eða per­sónu­leg áföll held­ur tekju­skipt­ingu inn­an hverfa á ákveðnu tíma­bili.“

Tekjuójöfnuður mældist minnstur árið 2014 frá upphafi samræmda mælinga.
Tekjuó­jöfnuður mæld­ist minnst­ur árið 2014 frá upp­hafi sam­ræmda mæl­inga. mbl.is/​Hari

Sam­kvæmt Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands mæld­ist tekjuó­jöfnuður minnst­ur árið 2014 frá upp­hafi sam­ræmdra mæl­inga rann­sókn­ar­inn­ar. Þá gerðist það hins veg­ar að sam­band tekjuó­jafnaðar og þung­lynd­is sner­ist við. Krakk­ar sem bjuggu í hverf­um þar sem var meiri tekjuó­jöfnuður greindu frá færri þung­lyndis­ein­kenn­um.

Þarna flæk­ist mynd­in

 „Þarna flæk­ist mynd­in og er eins og eitt­hvað hafi gerst. Á þeim tíma er tekjuó­jöfnuður mjög lít­ill ólíkt því sem við sáum árið 2006. Tekjuó­jöfnuður er mæli­tæki á stétt­skipt­ingu/​lag­skipt­ingu í þjóðfé­lag­inu. Ef við vilj­um hafa ein­hvern fé­lags­leg­an hreyf­an­leika þá vilj­um við hafa ein­hverja lag­skipt­ingu.

Við vilj­um geta færst upp og niður í þjóðfé­lags­stig­an­um og það sem gæti hafa gerst árið 2014, en þá er upp­gang­ur í þjóðfé­lag­inu og efna­hag­ur fólks á upp­leið, er að þá hugsi fólk sem svo að við höf­um tæki­færi til þess að ná mark­miðum okk­ar. Bjart­sýni okk­ar vex,“ seg­ir Arn­dís.

Al­gild­ur ójöfnuður ekki til 

Hún seg­ir að al­gild­ur tekjuó­jöfnuður sé ekki til og ójöfnuður sé ekki alltaf slæm­ur,  þar skipti sam­hengið máli.  Hversu mik­ill hann er og aðgengi að tæki­fær­um.

Arn­dís nefn­ir þar sem dæmi hvernig við náum mark­miðum okk­ar. Við séum stöðugt und­ir pressu um að ná efn­is­leg­um mark­miðum. Þar sem ójöfnuður er meiri þá sé meiri til­hneig­ing til að flokka í stétt­ir, að lag­skipta þjóðfé­lag­inu.

„Þegar lag­skipt­ing­in er minni þá minnk­ar álagið á að okk­ur. Þar á ég við að okk­ur finn­ist við þurf­um ekki jafn­mikið að bæta og auka stöðu okk­ar í þjóðfé­lag­inu. Sam­heldni í hverfi skipt­ir einnig máli og hún dreg­ur úr kvíðaein­kenn­um en stend­ur ekki endi­lega í sam­hengi við tekju­jöfnuð,“ seg­ir Arn­dís en að henn­ar sögn er frek­ar mik­il sam­heldni í ís­lensk­um hverf­um.

„Þú sam­sam­ar þig með ná­grönn­um þínum og sú til­finn­ing að geta farið til ná­granna og fengið aðstoð skipt­ir máli,“ seg­ir Arn­dís.

Með því sé stuðlað að góðu sam­fé­lagi og það út af fyr­ir sig er mjög já­kvætt. Fé­lagsauður get­ur þannig þjónað hlut­verki bjargráða sem hægt er að grípa til þegar í harðbakk­an slær

Þegar Arn­dís er spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart við vinnslu rann­sókn­ar­inn­ar seg­ir hún það hafa verið snún­ing­ur­inn árið 2014.

„Hann gef­ur til­efni til þess að nálg­ast all­ar gild­is­mats­hlaðnar rann­sókn­ir af mik­illi varúð því það er mjög auðvelt að fara að trúa á ein­hverja kenn­ingu og eig­in­lega ekki taka mark á því þegar gögn­in sýna okk­ur annað,“ seg­ir Arn­dís.

Í ljósi auk­inn­ar umræðu um versn­andi geðheilsu ung­linga, gæti hand­höf­um fram­kvæmda­valds­ins reynst erfitt að líta fram hjá niður­stöðum þessa verk­efn­is þegar þeir taka stefnumiðaðar ákv­arðanir um skipu­lag vel­ferðar í ís­lensku sam­fé­lagi.

Arn­dís seg­ir fullt til­efni til þess að gera það og niðurstaðan á að geta skilað sér inn í stefnu­mót­un um það hvernig við hönn­um skatt­kerfið og hvernig er fjár­festa í innviðum. „Þetta hef­ur áhrif á svo miklu fleiri hluti en geðheil­brigði. Þetta gef­ur til­efni til þess að hugsa sig um og staldra við líkt og er­lend­ar rann­sókn­ir á stærri svæðum styðja. Í þeim kem­ur fram að mik­ill tekjuó­jöfnuður eyk­ur dán­artíðni og tekjuó­jöfnuður hef­ur ekki bara áhrif á geðheil­brigði held­ur allt heil­brigði,“ seg­ir Arn­dís.

Hún seg­ir að það sé hins veg­ar ekki til­gang­ur­inn með doktor­s­verk­efn­inu að nota það í póli­tísk­um til­gangi en hægt sé að nýta niður­stöður þess í slíkri vinnu.

Kvíða- og þung­lyndis­ein­kenni að aukast á ný

Arn­dís seg­ir að und­ir lok rann­sókn­ar­tím­ans þá virðist sem kvíða- og þung­lyndis­ein­kenni séu aðeins að aukast að nýju og aðrar rann­sókn­ir benda í sömu átt en um leið að ákveðin póla­ríser­ing sé að eiga sér stað.

„Það er eins og sum­um ung­ling­um líði miklu bet­ur, en öðrum líði miklu verr. Svo­lítið skrýtið og vit­um ekki al­veg hvaða hóp­ar þetta eru. Mín gögn benda til að stelp­ur séu kvíðnari en strák­ar. Hvers vegna líður stúlk­um verr en strák­um?

Stjórn­sýsl­an þarf að ákveða hvort tryggja þarf öll­um jöfn tæki­færi og hvernig eigi að gera það. Ekki mitt að segja til um það en þetta er einn af þeim sam­fé­lags­legu eig­in­leik­um sem geta haft áhrif á geðheilsu. Ef okk­ur er annt um geðheilsu þá má hugsa um þetta,“ seg­ir Arn­dís.

Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir er fædd í Reykja­vík árið 1980, en upp­al­in og bú­sett á Seltjarn­ar­nesi. Arn­dís lauk  BA-prófi í sál­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2005 og M.Sc.-prófi í mannauðsstjórn­un frá Há­skóla Íslands árið 2010. Arn­dís hef­ur kennt um ára­bil, bæði við viðskipta­fræðideild og sál­fræðideild Há­skóla Íslands. Arn­dís hef­ur fjöl­breytta reynslu af rann­sókn­um og hag­nýt­ingu þeirra. Snemma á ferli henn­ar sneri rann­sókn­aráhugi henn­ar að fé­lags­sál­fræðileg­um skýr­ing­um á at­ferli í vinnu­tengdu sam­hengi sam­fara starfi henn­ar sem sér­fræðing­ur í mannauðsstjórn­un. Seinna sner­ist þó hug­ur henn­ar til rann­sókna á fé­lags­sál­fræðileg­um ferl­um í stærri fé­lagsein­ing­um, sér­stak­lega því hvernig hag­fé­lags­leg lag­skipt­ing í sam­fé­lög­um mót­ar heilsu fólks. Doktors­rann­sókn henn­ar var unn­in und­ir leiðsögn Rögnu Bene­diktu Garðars­dótt­ur, dós­ents við sál­fræðideild Há­skóla Íslands, og Jóns Gunn­ars Bern­burg, pró­fess­ors við fé­lags- og mann­vís­inda­deild HÍ.

Í dag starfar Arn­dís sem sér­fræðing­ur í úr­taks­rann­sókn­um á vinnu­markaði hjá Hag­stofu Íslands og sem aðjúnkt við sál­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir á vef Há­skóla Ísland í til­efni af doktor­svörn Arn­dís­ar frá skól­an­um í lok maí.

mbl.is