Hafnasamlag Norðurlands tók á sunnudag á móti nýjum og öflugum dráttarbáti, sem smíðaður var í skipasmíðastöðinni Armon í norðurhluta Spánar.
Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi og stjórnarmaður í Hafnasamlaginu, gaf skipinu nafnið Seifur við móttökuathöfnina. Báturinn er með 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er. Kaupverðið er um 490 milljónir króna og er það á pari við kostnaðaráætlun, segir á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Báturinn hefur verið inni á samgönguáætlun og er smíði hans styrkt um tæp 60% af hafnabótasjóði.