Öflugur dráttarbátur eykur öryggi og þjónustu

Seifur er öflugasti dráttarbátur landsins.
Seifur er öflugasti dráttarbátur landsins.

Hafna­sam­lag Norður­lands tók á sunnu­dag á móti nýj­um og öfl­ug­um drátt­ar­báti, sem smíðaður var í skipa­smíðastöðinni Armon í norður­hluta Spán­ar.

Guðný Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Grýtu­bakka­hreppi og stjórn­ar­maður í Hafna­sam­lag­inu, gaf skip­inu nafnið Seif­ur við mót­töku­at­höfn­ina. Bát­ur­inn er með 42 tonna tog­kraft og því fjór­falt öfl­ugri en sá sem fyr­ir er. Kaup­verðið er um 490 millj­ón­ir króna og er það á pari við kostnaðaráætl­un, seg­ir á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar.

Bát­ur­inn hef­ur verið inni á sam­göngu­áætlun og er smíði hans styrkt um tæp 60% af hafna­bóta­sjóði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: