Rafrettufrumvarpið samþykkt

Alþingi samþykkti rafrettufrumvarpið í dag.
Alþingi samþykkti rafrettufrumvarpið í dag. mbl.is/​Hari

Rafrettu­frum­varpið svo­kallaða var samþykkt með 54 at­kvæðum gegn eng­um á Alþingi í dag. Frum­varpið hef­ur verið gagn­rýnt mikið und­an­farið, en það hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um frá þeirri upp­haf­legri til­lögu sem lögð var fram af heil­brigðisráðherra.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sagðist ánægð með að hægt hef­ur verið að koma til móts við ólík sjón­ar­mið í mik­illi sátt.

Frum­varpið miðar að því að tak­mörk verði á styrk­leika og stærð áfyll­inga fyr­ir rafrett­ur, ásamt því að notk­un rafrettna verði tak­mörkuð. Einnig er í frum­varp­inu ákvæði um markaðssetn­ingu vökva og tækja, sér­stak­lega gagn­vart börn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina