„Tómt klúður“

Undir yfirlýsinguna rita Axel Helgason, formaður LS, og Örn Pálsson, …
Undir yfirlýsinguna rita Axel Helgason, formaður LS, og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins. mbl.is/Ófeigur

„Smá­báta­eig­end­ur eru slegn­ir yfir þeirri ákvörðun stjórn­valda að hafa ekki enn leiðrétt veiðigjald hjá litl­um og meðal­stór­um út­gerðum. Þing­menn í öll­um flokk­um ásamt ráðherr­um hafa lýst því yfir að þar sé vand­inn gríðarleg­ur.“

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda, en þar er bent á að hreint von­leysi ríki hjá út­gerðum af þess­ari stærð, eins og sam­gönguráðherra hafi kom­ist að orði.

Af­koma grein­ar­inn­ar versnað til muna

„Rúmt ár er liðið frá því að LS vakti máls á aðsteðjandi erfiðleik­um. Bent var á að sam­tím­is lækk­andi fisk­verði væru fyr­ir­sjá­an­leg­ar hækk­an­ir á veiðigjaldi í þorski sem næmi tug­um pró­senta,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni og er vísað til skýrslu sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, lét vinna og sem birt var á vef ráðuneyt­is­ins í mars síðastliðnum.

„Skýrsl­an staðfesti að af­koma grein­ar­inn­ar hafði versnað til muna. Öll álita­efni voru því ljós og ekk­ert til fyr­ir­stöðu að kynna nýtt frum­varp.“

Þó hafi ekk­ert bólað á frum­varpi frá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, þrátt fyr­ir að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri ákvæði um að end­ur­skoða ætti lög um veiðigjöld og að þau tækju til­lit til af­komu.

„LS þótti það und­ar­legt í ljósi þess að óbreyttu yrðu eng­in veiðigjöld inn­heimt eft­ir 1. sept­em­ber og rík­is­sjóður yrði því af tekj­um sem fjár­málaráðherra gerði ráð fyr­ir í fjár­mála­áætl­un.“

Fullyrt er að þau vinnubrögð sem átti hafi sér stað …
Full­yrt er að þau vinnu­brögð sem átti hafi sér stað í þessu máli séu stjórn­völd­um til vansa. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Flest­ir kann­ast við eft­ir­leik­inn“

Sam­bandið hafi þá þrýsti á að í vænt­an­legu frum­varpi, sem óhjá­kvæmi­legt væri að kæmi fram, yrði leiðrétt mis­vægi sem mynd­ast hefði á gjald­inu. Hallað hefði á litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir sam­hliða að hlut­deild upp­sjáv­ar­skipa í gjald­inu hefði lækkað.

„Þrátt fyr­ir fram­an­greint mælti sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ekki fyr­ir frum­varpi til breyt­inga á lög­um um veiðigjald. Þegar allt var komið í eindaga var eina leiðin að fá at­vinnu­vega­nefnd til að flytja frum­varpið. Flest­ir kann­ast við eft­ir­leik­inn. Tómt klúður.

Vitað var að stjórn­ar­andstaðan var and­víg að sama lækk­un næði til alls flot­ans. Hins veg­ar var ljóst að hún var fús að skoða leiðrétt­ingu í formi lækk­un­ar til lít­illa og meðal­stórra út­gerða. Á það virðist ekki hafa reynt.“

Leiðrétt­ing þoli enga bið

Full­yrt er loks að þau vinnu­brögð sem átti hafi sér stað í þessu máli séu stjórn­völd­um til vansa.

„Í um­sögn LS um frum­varp meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar, sem þingið hafnaði að kæm­ist á dag­skrár, var lögð áhersla á lág­marks­breyt­ingu. Nú­ver­andi af­slátt­ur yrði hækkaður á litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir, alls 924 tals­ins. Leiðrétt­ing­in næði ekki til út­gerða þar sem reiknað veiðigjald var um­fram 11 millj­ón­ir á fisk­veiðiár­inu 2016/​2017.  

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda tel­ur leiðrétt­ingu ekki þola neina bið og skor­ar á Alþingi að breyta lög­um um veiðigjöld, áður en til þing­frest­un­ar kem­ur, í þá átt sem hér er lagt til. Með því væri það svart­nætti sem rík­ir hjá litl­um og meðal­stór­um út­gerðum varðandi áfram­hald­andi rekst­ur burtu rekið.“

mbl.is