Klifurþvottabjörn vekur heimsathygli

Þessi þvottabjörn lætur sér nægja að klifra í tré, annað …
Þessi þvottabjörn lætur sér nægja að klifra í tré, annað en ofurhuginn sem kleif 23 hæða byggingu. AFP

Þvotta­björn hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að hann klifraði upp 23 hæða bygg­ingu í borg­inni St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um. Of­ur­hug­inn, sem kall­ast #MPRraccoon á sam­fé­lags­miðlum, hlaut at­hygli eft­ir að starfs­menn MPR-út­varps­stöðvar­inn­ar í næstu bygg­ingu tóku eft­ir birn­in­um og sögðu fregn­ir af hon­um á Twitter.

Að sögn BBC safnaðist hóp­ur fólks sam­an til þess að fylgj­ast með þvotta­birn­in­um klifra upp og niður bygg­ing­una, með ein­staka pás­um sem hann nýtti í að fá sér lúr á glugga­syll­um. Þá hafði svæðis­sjón­varps­stöð klif­ur bjarn­ar­ins í streymi fyr­ir áhuga­sama.

Starfs­menn MPR-út­varps­stöðvar­inn­ar urðu var­ir við brúna veru sem líkt­ist ketti á syllu á fyrstu hæð bygg­ing­ar­inn­ar á þriðju­dags­morg­un. Starfs­menn bygg­ing­ar­inn­ar ætluðu að hjálpa þvotta­birn­in­um niður af syll­unni með plönk­um en við það virt­ist dýrið verða hrætt og hélt þess í stað upp á við.

Of­ur­hug­inn mun lík­lega hafa kom­ist upp á þak bygg­ing­ar­inn­ar í nótt, en þar bíður hans gildra með mat. Áfangi hans verður þó ekki staðfest­ur fyrr en dýra­vernd­arsinn­ar vitja búrs­ins í dag.

Þvotta­björn­inn hef­ur eign­ast aðdá­end­ur víða sem meðal ann­ars hafa vottað hon­um virðingu sína með list­ræn­um hætti, eins og sjá má á Twitter-færsl­un­um hér að neðan.



mbl.is