Vitund í öryggismálum verður sífellt sterkari

Lykkju er brugðið um fólk og hún svo fest við …
Lykkju er brugðið um fólk og hún svo fest við vír og krók. Gunnar Guðmundur Arndísarson bíður björgunar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er fugl­inn,“ sagði kenn­ar­inn við nem­end­ur sína sem stóðu á dekki björg­un­ar­skips­ins Ásgríms S. Björns­son­ar, sem skreið út Sund­in við Reykja­vík. Allt stóð þetta heima; í vestri yfir Eng­ey kom TF GNÁ og fór hratt yfir. Lækkaði flugið og var brátt yfir skip­inu þar sem um borð var fólk fært í flest­an sjó.

All­ir voru komn­ir í víga­lega galla og til­bún­ir í svo­litla æf­ingu á blá­köld­um veru­leika. Sjó­mennsk­an er ekk­ert grín, var ein­hverju sinni sungið í slag­ara um frækna hafs­ins hetju. Slík­ar eru til enn, en hafa þó kannski aðra ásýnd og stíl en var fyrr á tíð. Og sem bet­ur fer eru þeir tím­ar liðnir að hafið taki á hverju ári fjölda manns­lífa; að skip far­ist eða um borð verði slys þannig að fólk slas­ist eða láti lífið.

Sjó­menn eiga allt sitt und­ir því að ör­ygg­is­mál­in séu í lagi og því að geta brugðist við. Langt er síðan öll­um sem stunda sjó­inn til lengri tíma var gert skylt að sækja nám­skeið við Slysa­varna­skóla sjó­manna og í seinni tíð sækja um 2.500 manns á ári þenn­an skóla, sem hef­ur sannað gildi sitt fyr­ir margt löngu.

Sjá um­fjöll­un um nám við Slysa­varna­skóla sjó­manna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: