Rekstur smárra útgerða erfiður

Árskógssandur í Eyjafirði er rétt norðan Akureyri. Þaðan siglir ferjan …
Árskógssandur í Eyjafirði er rétt norðan Akureyri. Þaðan siglir ferjan til Hríseyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við ætl­um að reyna að aðlag­ast þess­um aðstæðum,“ seg­ir Pét­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­inn­ar Sól­rún­ar ehf. á Árskógs­sandi í Eyjaf­irði, í sam­tali við mbl.is. Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið hef­ur verið að tak­ast við báts­bruna sem varð í nóv­em­ber í fyrra sam­hliða hækk­andi veiðigjöld­um. Hann seg­ir ákvörðun Alþing­is um veiðigjöld ekki traust­vekj­andi, en er bjart­sýnn þegar litið er til framtíð byggðar­inn­ar.

Þann tólfta nóv­em­ber 2017 kviknaði eld­ur í ein­um af tveim­ur bát­um fyr­ir­tæk­is­ins. Pét­ur seg­ist seint gleyma þeim degi er hon­um var til­kynnt að kviknað hefði í Sól­rúnu EA. „Þetta gerðist tólfta nóv­em­ber. Ég gleymi því aldrei, en það er ekki ein­göngu vegna brun­ans. Þetta er af­mæl­is­dag­ur kon­unn­ar og ekki gott að gleyma hon­um,“ seg­ir hann.

Bát­ur­inn ónot­hæf­ur

Pét­ur var stadd­ur á Ólafs­firði þegar hon­um er til­kynnt að eld­ur væri í bátn­um Sól­rúnu EA sem lá við bryggju á Árskógs­sandi. „Við fór­um strax af stað og þegar við mætt­um var allt slökkvilið á staðnum að reyna að slökkva eld­inn,“ seg­ir hann. Sól­rún EA var 27 tonna stál­bát­ur og að sögn Pét­urs varð skömmu eft­ir brun­ann ljóst að hann yrði ekki notaður aft­ur.

Sam­kvæmt um­fjöll­un Afla­frétta frá at­vik­inu kem­ur fram að slökkvilið Dal­vík­ur hafi verið kallað út og var feng­in aðstoð frá slökkviliðinu á Ak­ur­eyri. Þá seg­ir að aðstæður hafi verið erfiðar.

Pét­ur seg­ir að það hafi kviknað í út frá raf­magni og að ekk­ert mann­tjón hafi orðið vegna brun­ans, enda eng­in um borð þegar kviknaði í. 

Sólrún EA brann við bryggjuna á Árskógssandi 12. nóvember 2017.
Sól­rún EA brann við bryggj­una á Árskógs­sandi 12. nóv­em­ber 2017. Ljós­mynd/​Aðsend
Miklar skemmdir urðu á bátnum.
Mikl­ar skemmd­ir urðu á bátn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Erfiður tími

„Á þess­um tíma vor­um við að gera út tvo báta en þessi bát­ur [Sól­rún EA] var með betri nýt­ingu á vet­urna á meðan hinn hafi nýst bet­ur á haust­in. Þetta olli 50% tekju­skerðingu fyr­ir fyr­ir­tækið og á sama tíma voru veiðigjöld­in að hækka,“ seg­ir Pét­ur.

Sam­kvæmt fram­kvæmda­stjór­an­um var reynt að koma áhöfn­inni í önn­ur störf, en vegna aðstæðna var ákveðið að kaupa nýj­an bát og nýta all­ar veiðiheim­ild­ir fyr­ir­tæk­is­ins á þeim báti í stað þeirra tveggja sem áður voru nýtt­ir, en segja þurfti upp þrem­ur úr áhöfn­inni.

Pét­ur seg­ir nýja bát­inn vera 12 ára gaml­an og að hann hafi verið gerður upp á Sigluf­irði. Bát­ur­inn sem ber sama heiti og sá sem brann, Sól­rún, kom til Árskógs­sands fyr­ir viku og var tekið vel á móti hon­um að sögn hans.

Hin nýja Sólrún EA-151 kom til hafnar síðustu helgi.
Hin nýja Sól­rún EA-151 kom til hafn­ar síðustu helgi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Gert að blæða í sex mánuði til viðbót­ar“

„Ég er langt frá því að vera bjart­sýnn,“ seg­ir Pét­ur spurður um framtíðar­horf­urn­ar. Hann bend­ir á að nú sé verið að leggja mikla vinnu í að aðlag­ast aðstæðum, en veiðigjöld eru orðin þriðjung­ur af al­menn­um rekstr­ar­kostnaði fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég veit ekki til annarra fyr­ir­tækja [utan sjáv­ar­út­vegs] sem nýta sér auðlind­ir til lands eða sjáv­ar sem búa við slíkt rekstr­ar­um­hverfi,“ staðhæf­ir hann.

Þó staða smærri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sé erfið, seg­ir Pét­ur að stefnt sé að því að halda fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu gang­andi. Hann bend­ir á að bara í Eyjaf­irði og nær­liggj­andi svæðum hafi verið þrjá­tíu til fjör­tíu smærri út­gerðir fyr­ir fá­ein­um árum, nú séu þau um tíu og enn færri sem eiga veiðiheim­ild­ir.

„Það viður­kenna all­ir stjórn­mála­menn að veiðigjöld­in séu of íþyngj­andi fyr­ir smærri út­gerðir, en svo taka menn samt svona ákv­arðanir eins og rétt fyr­ir þinglok þar sem okk­ur er bara gert að blæða í sex mánuði til viðbót­ar. Þetta er ekki traust­vekj­andi.“

Hann seg­ist velta því fyr­ir sér hvort það sé stefna stjórn­valda að út­gerðir af þeirri stærð sem Sól­rún ehf. er verði ekki leng­ur til.

Brugg og bað

Á Árskógs­sandi búa um 120 ein­stak­ling­ar og seg­ist Pét­ur ekki hafa áhyggj­ur af byggðinni þrátt fyr­ir að færri starfa nú við út­gerðina en á árum áður. Hann tel­ur hins­veg­ar að bjart sé yfir byggðinni þar sem plássið er held­ur miðsvæðis í Eyjaf­irði og get­ur fólk sótt vinnu til nær­liggj­andi byggða, ásamt því að at­vinnu­tæki­fær­in á Árskógs­sandi hafi orðið fjöl­breytt­ari.

„Við erum kom­in með tvo stóra vinnustaði fyr­ir unga fólkið, brugg­húsið og svo bjór­böðin auðvitað,“ seg­ir Pét­ur, en Bruggs­miðjan kaldi held­ur til á staðnum ásamt Bjór­böðunum.

Blaðamaður spyr hver þróun íbúa­fjöld­ans hafi verið. „Ég og kon­an mín byggðum okk­ar hús hér 1990, svo var byggt eitt hús hér 2005 og eitt 2017 sem er ný flutt inn í, þannig að það hef­ur ekki mikið breyst, en nú ætl­ar verktaki að byggja hér 6 íbúðir.“ Pét­ur seg­ir enga ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur þar sem góður gang­ur er í at­vinnu­mál­um á Dal­vík og á Ak­ur­eyri. „Svo hef­ur fólk flutt á Árskógs­sand í leit að hag­stæðu hús­næðis­verði,“ bæt­ir Pét­ur við.

Bjórböðin á Árskógssandi.
Bjór­böðin á Árskógs­sandi. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um frétt­ina