Þriðjungur aflans kominn á land

Rúmlega þriðjungur leyfilegs afla er kominn á land.
Rúmlega þriðjungur leyfilegs afla er kominn á land. Ljósmynd/Páll Baldur

Um helg­ina var búið að veiða um þriðjung þess afla sem miðað var við á strand­veiðum sum­ars­ins, eða 3.327 tonn af 10.200 tonn­um.

Alls höfðu 468 bát­ar hafið veiðar en þeir voru 526 eft­ir átta daga á veiðum í júní í fyrra. Bát­um hef­ur fækkað á þrem­ur svæðum, en fjölgað á suður­svæði.

Frá upp­hafi vertíðar er meðalafli á bát 8,6 tonn á A-svæði, 5,7 tonn á B-svæði, 5,8 tonn á C-svæði og 6,6 tonn á D-svæði. Í heild­ina er meðalafli á bát 7,1 tonn í ár, en var 6,5 tonn í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: