Um helgina var búið að veiða um þriðjung þess afla sem miðað var við á strandveiðum sumarsins, eða 3.327 tonn af 10.200 tonnum.
Alls höfðu 468 bátar hafið veiðar en þeir voru 526 eftir átta daga á veiðum í júní í fyrra. Bátum hefur fækkað á þremur svæðum, en fjölgað á suðursvæði.
Frá upphafi vertíðar er meðalafli á bát 8,6 tonn á A-svæði, 5,7 tonn á B-svæði, 5,8 tonn á C-svæði og 6,6 tonn á D-svæði. Í heildina er meðalafli á bát 7,1 tonn í ár, en var 6,5 tonn í fyrra.