Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum landsins sem fram fóru í dag. Segir hann flokksbandalag sitt enn fremur hafa tryggt sér meirihluta á þinginu.
„Óopinberar niðurstöður kosninganna eru nú ljósar. Samkvæmt þeim hefur þjóðin treyst mér fyrir verkefnum og ábyrgð forsetaembættisins,“ sagði Erdogan fyrir skömmu við híbýli sín í Istanbúl.