Gríðarleg skógareyðing vegna pálmaolíu

Verulega hefur þrengt að búsvæðum órangútana vegna framleiðslu pálmaolíu.
Verulega hefur þrengt að búsvæðum órangútana vegna framleiðslu pálmaolíu. AFP

Wilm­ar In­ternati­onal, um­fangs­mesti söluaðili pálma­ol­íu í heim­in­um, stund­ar enn eyðingu skóga í Indó­nes­íu þrátt fyr­ir að hafa heitið því fyr­ir fimm árum að hætta skóg­ar­höggi í regn­skóg­um eyja­klas­ans. Þetta segja tals­menn Green­peace sem fylgst hafa með gangi mála.  

Fyr­ir­tækið er skráð í Singa­púr og tengj­ast eig­end­ur þess eig­end­um Gama, stærsta fram­leiðanda pálma­ol­íu í Indó­nes­íu, fjöl­skyldu­bönd­um. Green­peace seg­ir að Gama hafi eytt skóg­um í Indó­nes­íu sem nemi tvö­faldri stærð Par­ís­ar­borg­ar. 

Gama var stofnað af stofn­anda Wilm­ar og bróður hans árið 2011. Það eru svo ætt­ingj­ar þeirra sem stjórna fyr­ir­tæk­inu að sögn Green­peace.

Hafa kort­lagt svæðið

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in hafa kort­lagt landsvæði með gervi­tungla­mynd­um og segja niður­stöðuna þá að Gama hafi eyðilagt 21.500 hekt­ara lands í regn­skóg­in­um síðustu fimm árin eða á þeim tíma sem Wilm­ar hét því að hætta skóg­ar­höggi í Indó­nes­íu.

„Árum sam­an hafa Wilm­ar og Gama unnið sam­an, Gama hef­ur unnið skíta­vinn­una svo að hend­ur Wilm­ar séu hrein­ar,“ seg­ir Kiki Taufik, verk­efna­stjóri Green­peace í Suðaust­ur-Asíu. „Wilm­ar verður að hætta viðskipt­um við alla fram­leiðend­ur pálma­ol­íu sem geta ekki sannað að þeir séu ekki að eyðileggja regn­skóg­ana.“

Wilm­ar svaraði ekki fyr­ir­spurn AFP-frétta­stof­unn­ar um málið er eft­ir því var leitað. Green­peace seg­ir for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins af­neita öll­um tengsl­um við Gama. 

Pálma­ol­íu má finna í fjöl­mörg­um neyslu­vör­um s.s. kexi, hársápu og snyrti­vör­um. 

Vax­andi eft­ir­spurn

Eft­ir­spurn­in hef­ur verið vax­andi og það leiddi til þess að iðnaður í kring­um fram­leiðsluna hef­ur vaxið hratt í Indó­nes­íu en hvergi í heim­in­um er olí­an fram­leidd í jafn­mikl­um mæli og þar. 

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa lengi sakað fram­leiðend­ur pálma­ol­í­unn­ar um um­hverf­is­spjöll. Mörg fyr­ir­tæki hafa brugðist við með því að gera sátt­mála um að hætta skógareyðingu en nátt­úru­vernd­ar­sam­tök segja þau mörg hver ekki standa við hann. 

Skógareyðing­in hef­ur marg­vís­leg um­hverf­isáhrif. Regn­skóg­arn­ir í Indó­nes­íu fóstra fjöl­breytt og ein­stakt dýra­líf. Þegar skóg­arn­ir eru brotn­ir und­ir akra eru þeir brennd­ir og við það mynd­ast mikið magn gróður­húsaloft­teg­unda. Skóg­arn­ir binda auk þess slík­ar loft­teg­und­ir svo að úr þeim áhrifa­mætti þeirra hef­ur nú veru­lega dregið. 

Þá eru regn­skóg­arn­ir heim­kynni sjald­gæfra dýra­teg­unda á borð við órang­út­ana. 

mbl.is