Hundunum í Tsjernobyl fundin heimili

Sjálfboðaliði með hvolp í fanginu. Hvolpurinn fannst í námunda við …
Sjálfboðaliði með hvolp í fanginu. Hvolpurinn fannst í námunda við kjarnorkuverkið í Tsjernobyl. AFP

Það er nær graf­arþögn á bannsvæðinu um­hverf­is Tsjerno­byl en frá einni bygg­ing­unni á vett­vangi mesta kjarn­orku­slyss sem orðið hef­ur í heim­in­um heyr­ist gelt og ýlf­ur.

Eft­ir slysið árið 1986 þjónaði hin langa bygg­ing, sem er á einni hæð, hlut­verki sjúkra­húss fyr­ir starfs­menn kjarn­orku­vers­ins. Í dag er þar dýra­spítali fyr­ir flæk­ings­hunda sem er að finna í hundruðavís inn­an bannsvæðis­ins, löngu eft­ir að mann­fólki var gert að yf­ir­gefa svæðið í kjöl­far eit­ur­efnalek­ans mikla. 

Banda­ríkjamaður­inn Lucas Hix­son kom fyrst til Tsjerno­byl í Úkraínu árið 2013 vegna starfs síns sem geisla­fræðing­ur. Í kjöl­farið setti hann á stofn sam­tök­in Hund­arn­ir í Tsjerno­byl sem sjá um að veita flæk­ings­hund­un­um lækn­is­hjálp og finna þeim svo heim­ili. Það hafði komið hon­um á óvart hversu marg­ir hund­ar væru á flæk­ingi um svæðið. 

Lucas Hixson klappar flækingshundi sem hefst við innan bannsvæðisins í …
Lucas Hix­son klapp­ar flæk­ings­hundi sem hefst við inn­an bannsvæðis­ins í Tsjerno­byl. AFP

Hix­son er mik­ill hunda­vin­ur og tók sjálf­ur að sér einn hund árið 2017. Sá fékk nafnið Dva sem þýðir „tveir“ þar sem þetta var ann­ar hund­ur Tsjerno­byl sem fundið var heim­ili. Báðir hund­arn­ir voru flutt­ir til Banda­ríkj­anna. 

„Eitt af því fyrsta sem þú tek­ur eft­ir þegar þú kem­ur að verk­smiðjunni eru hund­arn­ir,“ seg­ir hann. „Hund­ar geta ekki lesið viðvör­un­ar­skilt­in. Þeir hlaupa um og fara þangað sem þá lang­ar.“

Um þúsund flæk­ings­fund­ar halda til inn­an bannsvæðis­ins þar sem mann­fólki er enn bannað að búa. Um 150 þeirra halda til við verk­smiðjuna sjálfa, um 300 eru í borg­inni Tsjerno­byl og hinir flækj­ast um við eft­ir­lits­stöðvar, á gömlu slökkvistöðinni og í þorp­um í ná­grenn­inu. 

Hvolparnir eru heilbrigðir. Þeir dvelja á dýrapsítala í Tsjernobyl áður …
Hvolp­arn­ir eru heil­brigðir. Þeir dvelja á dýrapsítala í Tsjerno­byl áður en þeir eru svo flutt­ir til bæj­ar í ná­grenn­inu og þaðan til Banda­ríkj­anna. AFP

Þess­ir hund­ar hafa því lifað af marga harða vet­ur með til­heyr­andi snjó og rign­ingu svo ekki sé talað um sjúk­dóma og hættu sem staf­ar af geisla­virkni.  Og á meðan hið villta dýra­líf blómstr­ar á þess­um mann­lausa stað hef­ur enn ein hætt­an bæst við: Úlfar.

Á dýra­spítal­an­um eru nú fimmtán hvolp­ar og eft­ir að hafa geng­ist und­ir lækn­is­skoðun verða þeir flutt­ir til borg­ar­inn­ar Slavutych sem er í um fimm­tíu kíló­metra fjar­lægð frá Tsjerno­byl. Sú borg var að mestu byggð í kjöl­far slyss­ins fyr­ir fólk sem flutt var af svæðinu.

 Þar verða hvolp­arn­ir í nokkr­ar vik­ur en í kjöl­farið verða þeir flutt­ir til nýrra heim­kynna sína í Banda­ríkj­un­um. 

Á spítalanum eru hundarnir bólusettir og fá almenna læknisaðstoð.
Á spít­al­an­um eru hund­arn­ir bólu­sett­ir og fá al­menna lækn­isaðstoð. AFP

Sam­tök­in sem standa að flutn­ingn­um munu sjá um að finna eig­end­ur og aðstoða hund­ana við að aðlag­ast líf­inu vest­an­hafs. 

Verk­efnið Hund­arn­ir í Tsjerno­byl hófst á síðasta ári og miðar að því að finna ung­um hund­um heim­ili í Banda­ríkj­un­um. Eldri hund­ar eru hand­samaðir, bólu­sett­ir og geld­ir og svo sleppt að nýju á það svæði sem þeir hafa al­ist upp á. 

Þeir sem hafa áhuga á að ætt­leiða hund­ana þurfa að fylla út eyðublöð á net­inu og koma svo í viðtöl og eiga jafn­vel von á því að sjálf­boðaliðar sam­tak­anna taki út heim­ili þeirra. Vandað er til verka við að finna fjöl­skyld­ur handa hund­un­um.

Og marg­ir hafa sýnt þessu áhuga. Um 300 manns hafa óskað eft­ir að taka um 200 hunda frá Tsjerno­byl að sér á aðeins stutt­um tíma, að sögn Hix­sons.

Sjálfboðaliði fyllir á vatnsskálar fyrir flækingshundana í Tsjernobyl.
Sjálf­boðaliði fyll­ir á vatns­skál­ar fyr­ir flæk­ings­hund­ana í Tsjerno­byl. AFP

„Þessi er næst­um orðin banda­rísk­ur rík­is­borg­ari,“ seg­ir Na­taliya Melnychuk, hundaþjálf­ari í at­hvarf­inu í Slavutych. Við hlið henn­ar er svart­ur og hvít­ur hvolp­ur sem verður senn flutt­ur til Chicago. 

Sjálf­boðaliðarn­ir segja að sum­ir af eldri hund­un­um séu nán­ast orðnir villt­ir og því ekki hægt að setja þá inn á heim­ili. Þeir fá þó lækn­isaðstoð í sínu um­hverfi og geta svo haldið áfram sínu venju­bundna lífi í Tsjerno­byl

 Eng­in geisla­virkni hef­ur mælst í hvolp­un­um sem hafa verið hand­samaðir en sömu sögu er ekki að segja af full­orðnu hund­un­um. Nokkr­ir þeirra hafa verið geisla­virk­ir. „Við rann­sök­um alla hund­ana áður en þeir eru flutt­ir á spít­al­ann,“ seg­ir Hix­son. Ef meng­un hef­ur fund­ist eru hund­arn­ir þvegn­ir og á þá sett sér­stakt efni. Ef nauðsyn kref­ur er feld­ur þeirra rakaður. „Þegar þeim er sleppt eru þeir hrein­ir eins og hverj­ir aðrir hund­ar.“

Hópur sjálfboðaliða sinnir hundunum í Tsjernobyl.
Hóp­ur sjálf­boðaliða sinn­ir hund­un­um í Tsjerno­byl. AFP

Nadiya Apolonova sem starfar með dýra­vernd­un­ar­sam­tök­um í Úkraínu seg­ir að lífs­lík­ur hund­anna á svæðinu séu aðeins um fimm ár. Lífs­bar­átt­an í vetr­ar­veðrinu og vegna sjúk­dóma er hörð. En fleira kem­ur til. 

Á síðustu árum hef­ur úlf­um fjölgað mikið og bera þeir ábyrgð á um 30% dauðsfalla hjá hund­un­um í Tsjerno­byl

Sjálfboðaliðar fara um svæðið og handsama hunda til að koma …
Sjálf­boðaliðar fara um svæðið og hand­sama hunda til að koma þeim und­ir lækn­is­hend­ur. AFP

Sjálf­boðaliðarn­ir sem sinna hund­un­um von­ast til þess að verk­efnið upp­lýsi fólk um ástandið í Tsjerno­byl. „Það er margt sagt um Tsjerno­byl sem á ekki við rök að styðjast,“ seg­ir Hix­son. „Fólk ímynd­ar sér að hér séu af­myndaðar skepn­ur en hvolp­arn­ir sem hér fæðast eru eins og aðrir hvolp­ar.“

Hann þagn­ar um stund og bros­ir. „Þetta eru heil­brigðustu og klár­ustu hund­ar sem ég hef nokkru sinni kom­ist í tæri við.“

mbl.is