Zsa Zsa krýnd ljótasti hundur heims

00:00
00:00

Með langa, laf­andi tungu og til­hneig­ingu til að slefa. Þannig er hon­um best lýst, enska bola­bítn­um Zsa Zsa sem varð þess heiðurs aðnjót­andi um helg­ina að vera val­inn ljót­asti hund­ur í heimi. Keppn­in fór fram í Petaluma í Kali­forn­íu og varð hörð að venju.

Tík­in Zsa Zsa, sem ber bleika hálsól með stolti í stíl við klærn­ar, naut at­hygl­inn­ar sem hún fékk í sviðsljós­inu. Fjór­tán hund­ar voru skráðir til keppni en þeir áttu ekk­ert í Zsa Zsa.

Zsa Zsa er níu ára og hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar. Hún eyddi fimm árum í hvolpa­verk­smiðju í Mus­souri og var svo seld á upp­boði. En nú blas­ir björt framtíð við henni enda mik­ill heiður og já­kvæð at­hygli sem fylg­ir því að hljóta titil­inn ljót­asti hund­ur í heimi.

Hún atti m.a. kappi við hinn hár­lausa Rascal Deux, sem mætti til keppn­inn­ar með sólgler­augu og í hlé­b­arðamunstruðum galla. Þá veitti Wild Thang henni harða keppni en hund­ur­inn sá er mjög loðinn.

Martha, sig­ur­veg­ari síðasta árs, var að sjálf­sögðu mætt til að krýna nýj­an sig­ur­veg­ara. 

Keppn­in um ljót­asta hund heims er hald­in til að vekja at­hygli á aðbúnaði hunda. Marg­ir þeir sem taka þátt ár hvert hafa upp­lifað mikið mót­læti í líf­inu og búið við erfiðar aðstæður. En nýir eig­end­ur  þeirra eru stolt­ir af þeim, jafn­vel þó að þeir séu ekki þeir fríðustu sem fyr­ir­finn­ast í ver­öld­inni.

mbl.is